Fréttir og tilkynningar
3. mars 2025
Kall eftir ágripum
Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan á vegum Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) verður haldin í Eddu, húsi íslenskunnar, föstudaginn 30. maí 2025. Þar verður fjallað um áhrif menningar og skapandi greina á samfélags- og efnahagslega nýsköpun í landsbyggðum.
Lesa meira
27. febrúar 2025
Að vaxa skapandi: vöxtur og samdráttur fyrirtækja í skapandi greinum
Samtal um vöxt og samdrátt fyrirtækja í skapandi greinum, þar sem sérfræðingar og frumkvöðlar í greininni ræða stöðu og áskoranir sem fyrirtæki og starfsfólk þeirra standa frammi fyrir.
Lesa meira
25. febrúar 2025
Háskóladagurinn 2025
Háskóladagurinn 2025 fer fram laugardaginn 1. mars frá kl. 12:00 til 15:00. Allir háskólar landsins standa að Háskóladeginum og tilgangur dagsins að kynna tilvonandi háskólanemendum og öðrum áhugasömum fjölbreyttar námsleiðir sem eru í boði.
Lesa meira
25. febrúar 2025
Byggðabragur unga fólksins, vinnustofa á Húsavík
Vel heppnuð vinnustofa var haldin á Húsavík þann 20. febrúar 2025 á vegum Rannsóknarseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum við Háskólann á Bifröst. Ungmenni frá þremur sveitarfélögum tóku þátt í umræðum um byggð þróun, valdeflingu og mikilvægi radda ungs fólks við uppbyggingu sterkra samfélaga.
Lesa meira
15. febrúar 2025
Hátíðleg stund á útskrift Háskólans á Bifröst
Það var hátíðleg stund þegar útskriftarefni tóku við prófskírteinum sínum í Hjálmakletti í dag.
Lesa meira
13. febrúar 2025
Nýtt meistarnám í Samskiptastjórnun
Nýtt nám í Samskiptastjórnun hefst við Háskólann á Bifröst haustið 2025. Námið veitir einstakt tækifæri til að hasla sér völl á einu áhugaverðasta sviði samtímans – stjórnun samskipta fyrirtækja, stofnana og annarra skipulagsheilda. Námið býður upp á dýpri innsýn í þetta sívaxandi fag og þjálfar nemendur í að verða leiðandi á sviði samskiptastjórnunar.
Lesa meira
12. febrúar 2025
Hlaðvarp Einars og Dr. Sigrúnar Lilju á Jafnréttisdögum háskólanna
Jafnréttisdagar háskólanna standa nú yfir, en þeim líkur á morgun 13. febrúar. Einar Svansson og Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir voru meðal þátttakenda með hlaðvarp sitt sem ber heitið "Meðvitund um eigin fordóma og viljinn til að læra" og er það nú komið í loftið.
Lesa meira
10. febrúar 2025
Bjarni Már í Speglinum á Rúv á föstudag
Bjarni Már Magnússon prófessor og deildarstjóri lagadeildar var til viðtals í þættinum Spegillinn á Rúv á föstudaginn, þar sem hann ræddi við Ævar Örn Jósepsson um Trump, Gaza og útþenslustefnu Bandaríkjaforseta.
Lesa meira
6. febrúar 2025
Útskriftarhátíð Háskólans á Bifröst
Útskriftarhátíð Háskólans á Bifröst fer fram í Hjálmakletti í Borgarnesi laugardaginn 15. febrúar, frá kl. 11:00 til 13:00. Á hátíðinni útskrifast180 nemendur.
Lesa meira