Nýr deildarforseti lagadeildar
Dr. Haukur Logi Karlsson, hefur tekið við embætti deildarforseta við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Haukur Logi hóf störf við lagadeildina í júní 2023 og hlaut framgang í stöðu dósents í janúar 2024. Hann hefur verið fagstjóri ML meistaranáms í lögfræði og sinnt bæði kennslu og rannsóknum á sérsviðum sínum, samkeppnisrétti, Evrópurétti, stjórnskipunarrétti og almennri lögfræði.
Áður hafði hann sinnt kennslu og rannsóknum við lagadeildir Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands. Hann starfaði sem lögfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og hjá EFTA dómsstólnum í Lúxemborg. Þá var hann lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Haukur lauk BA gráðu árið 2006 og ML gráðu árið 2008 frá Háskólanum í Reykjavík. Hann lauk LLM gráðu í Evrópurétti frá Stockholms universitet árið 2009, LLM gráðu með áherslu á réttarheimspeki árið 2013 frá European University Institute í Flórens á Ítalíu og doktorsgráðu í samkeppnisrétti frá sama skóla árið 2017.
Við óskum Hauki Loga velfarnaðar í nýju embætti deildarforseta lagadeildar.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta