Fréttir og tilkynningar

Auglýst eftir náms- og starfsráðgjafa frá 1. ágúst 30. apríl 2018

Auglýst eftir náms- og starfsráðgjafa frá 1. ágúst

Við auglýsum eftir náms- og starfsráðgjafa tímabundið til eins árs í fullt starf frá og með 1. ágúst nk. vegna afleysinga. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Búseta á Bifröst eða í Borgarfirði er æskileg. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí nk.

Lesa meira
30 ára útskriftarafmæli 30. apríl 2018

30 ára útskriftarafmæli

Árgangur 1988 fagnaði 30 ára útskriftarafmæli á dögunum. Afmælinu var fagnað að Löngumýri í Skagafirði þar sem meðal annars var keppt í kubba- og staurakasti.

Lesa meira
Verkefnastjórnun-ný áherslulína í forystu og stjórnun 25. apríl 2018

Verkefnastjórnun-ný áherslulína í forystu og stjórnun

Í haust verður í fyrsta sinn boðið um á nýja áherslu í þessu sívinsæla meistaranámi þ.e. meistaranám í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun. Í atvinnulífi og samfélagi eru sífellt gerðar meiri kröfur um fagmennsku við að stýra og leiða fjölbreytt verkefni. Verkefnastjórnun vegur þannig æ meira í faglegri forystu.

Lesa meira
Vinnustofa í verkefninu INTERFACE á Írlandi 25. apríl 2018

Vinnustofa í verkefninu INTERFACE á Írlandi

Þann 6. og 7. mars síðastliðinn fór fram stjórnarfundur og vinnustofa í Erasmus verkefninu INTERFACE. Fundurinn fór fram á Írlandi og var þar meðal annars unnið að þróun námskrár fyrir leiðbeinendur og ráðgjafa, sem ætlunin er að virkja til stuðnings við eflingu frumkvæðis og nýsköpunar í dreifðari byggðarlögum þátttökulandanna.

Lesa meira
Opin málstofa um stefnumótun listastofnana 18. apríl 2018

Opin málstofa um stefnumótun listastofnana

Á þessari málstofu á vegum meistaranáms í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst mun Vigdís Ja...

Lesa meira
Fulltrúar Háskólans á Bifröst heimsóttu Coventry university 8. apríl 2018

Fulltrúar Háskólans á Bifröst heimsóttu Coventry university

Karl Eiríksson alþjóðafulltrúi Háskólans á Bifröst og Einar Svansson lektor fóru ásamt sex nemendum háskólans og heimsóttu Coventry University. Háskólarnir tveir hafa staðið saman að kennslu framsækinna námskeiða og er heimsóknin liður í því verkefni.

Lesa meira
Mikið fjör á árshátíð nemendafélagsins 21. mars 2018

Mikið fjör á árshátíð nemendafélagsins

Árshátíð nemendafélags Háskólans á Bifröst fór fram föstudaginn 16. mars. Var samkoman vel heppnuð í alla staði en um 80 veislugestir skemmtu sér konunglega undir veislustjórn Jóels Sæm og Tryggva Rafns. Maturinn var einstaklega ljúffengur og skemmtiatriðin fjölbreytt og skemmtileg.

Lesa meira
Kynning á meistaranámi í menningarstjórnun 19. mars 2018

Kynning á meistaranámi í menningarstjórnun

Hefurðu áhuga á listum, menningu og skapandi greinum? Meistaranám í menningarstjórnun er hugsað fyrir þau sem vilja bæta við sig þekkingu á sviði stjórnunar og rekstrar í atvinnugreinum framtíðarinnar. Námið hentar þeim sem vilja stunda nám með vinnu og fer fram bæði með fyrirlestrum á netinu og í stuttum staðlotum á Bifröst.

Lesa meira
Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum 19. mars 2018

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum um styrk til verkefnis sem varðar íslenskt samfélag og málefni launafólks. Styrkurinn er ætlaður til að efla rannsóknir og útgáfu á verkum sem varða sérlega íslenskt samfélag, vinnumarkaðinn, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Hámarks fjárhæð er 750.000 kr.

Lesa meira