Fréttir og tilkynningar

Kynning á meistaranámi í menningarstjórnun 2. maí 26. apríl 2019

Kynning á meistaranámi í menningarstjórnun 2. maí

Við bjóðum alla áhugasama hjartanlega velkomna á kynningu á náminu í húsnæði Bifrastar í borginni, að Suðurlandsbraut 22, þann 2. maí kl 17.15 - 18.00. Þar verða engir hoppukastalar en heitt á könnunni og hlýjar móttökur.

Lesa meira
Ný meistaralína í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu 24. apríl 2019

Ný meistaralína í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu

Næsta haust hefst kennsla í nýrri meistaranámslínu með áherslu á þjónandi forystu innan forystu og stjórnunar við skólann en sú námslína er sú fjölmennasta við skólann. Í grunnnámi við skólann er þjónandi forysta kennd í öllum námsleiðum og hefur það gefist vel. Þjónandi forysta skipar æ stærri sess innan leiðtogafræða og á vettvangi atvinnulífs og félagasamtaka. Þjónandi forysta leggur áherslu á vellíðan starfsfólks, skýra framtíðarsýn, árangursrík samskipti, heilbrigðan starfsanda, gott starfsumhverfi og sameiginlega ábyrgðarskyldu.

Lesa meira
Rof verða á RHneti í vikunni 23. apríl 2019

Rof verða á RHneti í vikunni

Rof á samböndum RHnets:

Ca. 10 mín. á tímabilinu 23:00 til 24:00 þriðjudaginn 23. apríl.

Ca. 10 til 15 mín. á tímabilinu 00:00 til 04:00 aðfararnótt miðvikudagsins 24. apríl.

Lesa meira
Miðasala fyrir árshátíð nemendafélagsins hafin 16. apríl 2019

Miðasala fyrir árshátíð nemendafélagsins hafin

Árshátíð Nemendafélags Háskólans á Bifröst verður haldin 10. maí næstkomandi. Árshátíðin verður a...

Lesa meira
Þrettán útskrifuðust úr Mætti kvenna 12. apríl 2019

Þrettán útskrifuðust úr Mætti kvenna

Þann 12. apríl síðastliðinn útskrifuðust 13 konur úr Mætti kvenna. Um er að ræða 11 vikna nám fyr...

Lesa meira
Kennsla í nýju alþjóðlegu meistaranámi hefst næsta haust 11. apríl 2019

Kennsla í nýju alþjóðlegu meistaranámi hefst næsta haust

Haustið 2019 hefst kennsla í nýju meistaranámi, alþjóðlegri stjórnmálahagfræði og er námið alfarið kennt á ensku. Námið er alþjóðlegt og hægt að stunda hvar sem er í heiminum. Námið er aðeins kennt í fjarnámi og hægt að mæta á vinnuhelgar og aðra hóptíma rafrænt. Námið er það eina sinnar tegundar á Íslandi og er fyrsta stóra skrefið í átt að aukinni alþjóðavæðingu skólans.

Lesa meira
Akademískt starf við viðskiptadeild laust til umsóknar 10. apríl 2019

Akademískt starf við viðskiptadeild laust til umsóknar

Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst auglýsir eftir lektor eða dósent í 100% starf. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur þekkingu ásamt starfsreynslu á ýmsum sviðum forystu og stjórnunar og getur sinnt kennslu- og rannsóknarverkefnum, m.a. á sviðum mannauðsstjórnunar og þjónandi forystu.

Lesa meira
Akademískt starf við félagsvísinda- og lagadeild laust til umsóknar 9. apríl 2019

Akademískt starf við félagsvísinda- og lagadeild laust til umsóknar

Háskólinn á Bifröst auglýsir laust 100% starf lektors/ dósents/prófessors í lögfræði við félagsvísinda- og lagadeild.

Lesa meira
Ný bók eftir Ágúst Einarsson um heilbrigðismál 4. apríl 2019

Ný bók eftir Ágúst Einarsson um heilbrigðismál

Komin er út bók, Íslensk heilbrigðismál í alþjóðlegu samhengi eftir dr. Ágúst Einarsson prófessor emeritus. Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar á Íslandi þar sem fjallað er ítarlega um íslensk heilbrigðismál, þeim lýst og þau greind í alþjóðlegu samhengi. Íslensk heilbrigðismál eru meðal annars borin saman við heilbrigðismál á öðrum Norðurlöndum og á alþjóðavísu.

Lesa meira