Fréttir og tilkynningar

Francesco Macheda boðið til Kína að rannsaka viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna
Dr. Francesco Macheda, lektor í stjórnmálahagfræði við Háskólann á Bifröst, hefur verið boðið að heimsækja Alþjóða stjórnmála og hagfræði stofnunina (IWEP) í Kína til að vinna að rannsókn sinni sem ber heitið "The Self-Defeating US Protectionist Trade Policy: A View From China ".
Lesa meira
Lokaráðstefna Erasmus+ samstarfsverkefnisins INTERFACE
Lokaráðstefna Erasmus+ samstarfsverkefnisins INTERFACE fór fram 20. júní síðastliðinn að Ljósheimum við Sauðárkrók. Verkefnisheitið vísar til titls þess á ensku „Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe“, sem þýða mætti sem „Nýsköpun og frumkvæði í brothættum byggðarlögum í Evrópu“.
Lesa meira
Glæsileg Háskólahátíð þar sem 81 nemandi brautskráðist
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst Laugardaginn 22. júní útskrifaði Vilhjálmur Egilsson rekto...
Lesa meira
Mótaðu þína framtíð í Háskólagáttinni á Bifröst
Háskólagáttin á Bifröst er námsleið fyrir þá sem uppfylla ekki formleg inntökuskilyrði háskóla. N...
Lesa meira
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 22. júní
Laugardaginn 22. júní næstkomandi kl. 13.00 verður brautskráning frá Háskólanum á Bifröst. Alls munu ? nemendur útskrifast úr grunn- og meistaranámi sem og Háskólagátt.
Lesa meira
Samningur um innleiðingu Háskólans á Bifröst á Uglunni undirritaður
Í dag undirrituðu Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, samning milli skólanna þess efnis að Háskólinn á Bifröst mun innleiða tölvukerfið Ugluna sem er í eigu Háskóla Íslands. Vinna við innleiðingu á Uglunni er í fullum gangi og er stefnt að því að hún verði tekin í notkun í upphafi næsta skólaárs. Uglan hefur hingað til aðeins verið notuð sem megin tölvukerfi opinberu háskólanna og því eru þetta ákveðin tímamót.
Lesa meira
Tenging námsins við atvinnulífið endurspeglast í raunverulegum verkefnum
Eitt af einkennum skólans er mikil áhersla á vægi raunhæfra verkefna í námsleiðum nemenda. Liður í því eru áfangarnir Rekstraráætlanir I & II, þar er lögð áhersla á að þjálfa nemendur, bæði í viðskiptafræði og viðskiptalögfræði, í að vinna raunveruleg verkefni. Í samvinnu við fyrirtæki á Vesturlandi fá nemendur við skólann þjálfun í að beita sinni fræðilegu þekkingu til þess að leysa raunveruleg verkefni innan fyrirtækja í rauntíma. Síðastliðin sex ár hefur fjöldi fyrirtækja tekið þátt í verkefninu og veitt ótal nemendum raunverulega reynslu af atvinnulífinu. Verkefni áfanganna eru unnin í nánu samstarfi við fyrirtækin og undir handleiðslu leiðbeinenda sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu af rekstri fyrirtækja.
Lesa meira
Nýtt viðskiptafræðinám með áherslu á verkefnastjórnun
Nú í haust hefst kennsla í nýrri áherslulínu í grunnnámi við viðskiptadeild skólans en það er viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun. Námið er svar við sífellt vaxandi kröfum atvinnulífsins um fagmennsku við að stýra og leiða fjölbreytt verkefni. Sérstaða námsins kemur fram í námskeiðum sem nýtast þeim sem vilja ná betri árangri við að leiða og stýra hinum ýmsu verkefnum. Sem dæmi um áfanga sem kenndir eru í línunni má nefna straumlínustjórnun, áhættustjórnun og grunn í verkefnastjórnun.
Lesa meira
Nýtt grunnnám í opinberri stjórnsýslu
Á komandi haustönn hefst kennsla í nýrri námslínu við félagsvísinda- og lagadeild skólans en það ...
Lesa meira