Sumarnámskeið í Háskólanum á Bifröst 1. júní 2021

Sumarnámskeið í Háskólanum á Bifröst

Sumarið 2021 býður Háskólinn á Bifröst upp á fjögur sumarnámskeið með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Kennslutímabilið er frá 14. júní til 23. júlí og er 3000 kr. skráningargjald fyrir hvert námskeið. Námskeiðin eru einingabær og henta núverandi nemendum, þeim sem hyggja á háskólanám eða vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Öll námskeiðin eru kennd að fullu í fjarnámi og gefur hvert þeirra 6 ECTS.

Eftirfarandi námskeið eru í boði.

Stjórnun samfélagsmiðla - Grunnnám (6 ECTS)
Kennarar: Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjúnkt og Atli Björgvinsson, stundakennari
Lýsing: Helstu þættir sem snúa að stýringu markaðsmála á samfélagsmiðlum og horft til þátta eins og greiningar markhópa, stjórnunar herferða, vals á miðlum, notkunar myndbanda og gerðar áætlunar í notkun samfélagsmiðla. Fyrirtæki og stofnanir nýta sér samfélagsmiðla töluvert í markaðsstarfi. Miðlarnir eru margir og ólíkir eins og fyrirtækin sjálf. Fólk sem stýrir markaðsmálum fyrirtækja og stofnana þarf að kunna að feta sig í heimi samfélagsmiðla og velja miðla sem henta þeirra starfsemi og markmiði.

Stafræn frásagnalist - Grunnnám ( 6 ECTS)
Kennari: Anna Hildur Hildibrandsdóttir, aðjúnkt
Lýsing: Á þessu námskeiði verður farið yfir grunnþætti myndrænnar efnisgerðar. Skoðað verður hvernig sögur eru uppbyggðar og horft á samspil myndmáls, tónlistar, og texta. Horft er á mikilvægi myndefnis á stafrænum miðlum og hvernig fólk nálgast tilganginn með efnisgerðinni. Veitt verður þjálfun í að nota myndavélaappið FilmicPro og klippiappið Kinemaster.

Krossgötur - Grunnnám (6 ECTS)
Kennari: Magnús Skjöld, dósent
Lýsing: Þetta nýstárlega námskeið er sniðið fyrir þá sem standa á krossgötum í lífinu. Leiðbeinendur í námskeiðinu hafa m.a. hamingjufræði til grundvallar og deila hagnýtum aðferðum með það að markmiði að valdefla þátttakendur til að vera við stjórnvölinn í eigin lífi í stað þess að berast með straumnum. Auk þess læra þátttakendur að nýta sér jóga, hugleiðslu og skapandi hugsun með markvissum hætti.


Straumlínustjórnun og skipulag - Meistaranám (6 ECTS)
Kennari: Pétur Jóhann Óskarsson, stundakennari
Lýsing: Fjallað er um aðferðir sem falla undir straumlínustjórnun (Agile, Scrum, Kanban, Lean, o.fl.) og hugtökin sem notuð eru í þessum fræðum tekin fyrir. Aðferðir eru útskýrðar, ræddar og styrktar með frekari rannsóknum á heimspeki straumlínustjórnunar og markmiðunum sem aðferðin á að ná fram; samfelld vinna, virðing fyrir starfsfólki, þjónandi forysta, engin sóun, o.s.frv.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta