Guðmundar Sveinssonar minnst með bók
Nemandi minn…! Guðmundur Sveinsson skólastjóri á Bifröst 1955-1974, nefnist bók sem Hollvinasamtök Bifrastar hefur gefið út. Bókin er tileinkuð 100 ára minningu séra Guðmundar Sveinssonar sem tók við skólastjórn Samvinnuskólans þegar skólinn fluttist á Bifröst í landi Hreðavatns í Borgarfirði.
Í bókinni er að finna skólaslitaræður Guðmundar, grein eftir Guðmund úr árbók Nemendasambands Samvinnuskólans um upphaf skólastarfs á Bifröst og viðtöl frá 1988 við Guðmund og einnig við Guðlaugu Einarsdóttur konu hans.
Bókin er prýdd fjölda ljósmynda úr skólastarfi Samvinnuskólans og teikningum Harðar Haraldssonar sem birtust í Ecce Homo.
Bókin er ekki aðeins fengur fyrir alla Bifrestinga heldur einnig áhugafólk um skólasögu og sögu samvinnuhreyfingarinnar.
Í útgáfunefnd bókarinnar sátu Hrafn Magnússon, Reynir Ingibjartsson og Þórir Páll Guðjónsson.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta