22. maí 2021
Vefráðstefna miðlar lærdómi frá Austur-Asíu
Alþjóðlega vefráðstefnan „The Role of the Public Sector in the Process of Development: Lessons from East Asia“ verður haldin 4. júní næstkomandi og hefst klukkan 8.30 að evrópskum tíma eða kl. 6.30 að íslenskum tíma. Skipulag ráðstefnunnar er í höndum Leonardo Bargigli sem starfar við Háskólann í Flórens og Francesco Macheda sem er dósent við Háskólann á Bifröst.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík ávarpar ráðstefnuna við setningu hennar og Francesco Macheda stýrir fyrri málstofu ráðstefnunnar sem hefst klukkan 7 að íslenskum tíma.
Dagskrá ráðstefnunnar er að finna hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta