Alþjóðlegt rannsóknarsamstarf eykur gæði HHS-námsins við Háskólann á Bifröst 26. apríl 2021

Alþjóðlegt rannsóknarsamstarf eykur gæði HHS-námsins við Háskólann á Bifröst

Háskólinn á Bifröst er eini háskóli landsins sem býður námleiðina heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS). Námið er sniðið að breskri fyrirmynd og nýtur mikilla vinsælda og virðingar þar í landi. Í náminu fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda sem yfirleitt eru kenndar hver í sínu lagi en með því að kenna þær saman verður til innihaldríkt grunnnám þar sem nemendur öðlast skilning á því hvernig ólík sjónarhorn fræðanna geta unnið saman.

Dr. Francesco Macheda er dósent í stjórnmálahagfræði við Háskólann á Bifröst og meðal kennara í HHS. Hann hefur kennt við skólann síðan 2016 og sumarið 2020 fluttist hann með fjölskyldu sinni á Bifröst. Árið 2020 birti hann fimm vísindagreinar, þar af þrjár í fræðiritum sem skráðar eru í „Web of Sciences“ og tvær í tímaritum sem „Italian National Agency for the Evaluation of Universities and Research Institutes“ (ANVUR) meta sem fræðirit og eru einnig skráð í alþjóðlega gagnagrunninum DOAJ. Francesco á í víðtæku rannsóknarsamstarfi við háskóla á Ítalíu og í Kína og er þetta rannsóknarsamstarf Francescos afar mikilvægt fyrir HHS-námið á Bifröst og stuðlar að auknum gæðum þess.

Dr. Francesco Macheda verður gistiprófessor við hagfræði- og stjórnunardeild Háskólann í Flórens á Ítalíu í tvo mánuði í vor en Háskólinn er í Flórens er meðal samstarfsskóla Háskólans á Bifröst. Meðal þess sem hann mun fást við það eru rannsóknir á innri hagvaxtalíkönum í samstarfi við Dr. Leonardo Bargigli sem hefur undanfarin ár heimsótt Háskólann á Bifröst reglulega og kennt þar ýmis námskeið. Þá mun Francesco halda námskeið um efnahagsþróun í Kína á vegum hagfræði- og stjórnunardeildarinnar. Síðast en ekki síst mun hann stýra málstofu um iðnaðarstefnu á alþjóðlegri ráðstefnu sem ber yfirskriftina “The Role of the Public Sector in the Process of Development: Lessons from East Asia” og haldin verður í Háskólanum í Flórens 4. júní 2021 en Fransesco sat í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar. Eitt helsta markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvettvang fræðimanna frá háskólum á Íslandi og Ítalíu og annars staðar í Evrópu og Asíu um fræðilega nýsköpun á sviði opinberrar stefnumótunar, tæknilegrar nýsköpunar og efnahagsþróunar. Meðal helstu fyrirlesara á ráðstefnunni eru leiðandi fræðimenn á svið opinberrar stefnumótunar og stefnumótunar á sviði tæknimála, bæði frá Evrópu og Asíu.

Meðan á dvöl Dr. Francesco Macheda í Flórens stendur mun hann kynna tvær greinar um efnahagsþróun i Kína á alþjóðlegri netráðstefnu sem Society for the Advancement of Socio-Economics (SASE) stendur fyrir.

Dr. Francesco er þess fullviss að heimsókn hans til Ítalíu verði til framdráttar fyrir HHS-námið á Bifröst þar sem teflt er saman nokkrum af mikilvægustu aðferðunum sem við höfum til þess að skilja heiminn í kringum okkur.  Námið miðar að því að veita víðtæka þekkingu á gangverki nútímasamfélags, efla gagnrýna hugsun og búa nemendur undir margvísleg krefjandi störf, virka þátttöku í þjóðfélagsumræðu og framhaldsnám, til dæmis í hagfræði, þróunarfræði eða menningarfræði. Einnig er námið góður grunnur undir nám í stjórnun og stjórnunarstörf.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta