Fastráðnu akademísku starfsfólki fjölgar á Bifröst
Við Háskólann á Bifröst hefur verið mörkuð sú stefna að auka hlut fastráðinna kennara við skólann. Í vikunni var tekið stórt skref í þá átt þegar gengið var frá ráðningarsamningum við níu akademíska starfsmenn sem allir munu sinna bæði kennslu og rannsóknum.
Fimm voru ráðin til lagadeildar skólans; Björg Valgeirsdóttir, Diljá Helgadóttir, Elín Blöndal, Erna Sigurðardóttir og Kristrún Heimisdóttir. Björg og Elín hafa verið stundakennarar við háskólann en eru nú ráðnar í fastar stöður.
Til viðskiptadeildar voru ráðin Dr. Erlendur Jónsson, Hanna Kristín Skaftadóttir og Dr. Vífill Karlsson. Hanna Kristín hefur verið stundakennari við skólann en er nú fastráðin.
Þá var Dr. Ásthildur Elva Bernharðsdóttir ráðin fagstjóri náms í áfallastjórnun við félagsvísindadeild en Ásthildur hefur síðustu mánuði unnið að uppbyggingu þessarar nýju námslínu.
Háskólinn á Bifröst fagnar þessari fjölgun í röðum fastráðinna og býður þau nýráðnu velkomin til starfa.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta