Ert þú að íhuga nám við Háskólann á Bifröst? 17. maí 2021

Ert þú að íhuga nám við Háskólann á Bifröst?

Langar þig að vita meira um einstakar námsbrautir, skipulag námsins eða aðgangsviðmið?

Náms- og starfsráðgjöf býður upp á ráðgjöf og viðtöl alla virka daga frá kl. 9-15 á Bifröst, í Reykjavík, á fjarfundi eða símleiðis í síma: 433-3028. Í maí og júní er boðið er upp á viðtöl við náms- og starfsráðgjafa í húsnæði skólans í Reykjavík á Suðurlandsbraut 22, þriðju hæð eftirfarandi daga. Ef þú vilt bóka tíma má senda póst á namsradgjof@bifrost.is.

  • 21. maí
  • 27. maí
  • 31. maí
  •   7. júní
  • 11. júní

Þá verða haldnir kynningarfundir um grunnnám við skólann eftirfarna daga:

Þriðjudagur 25. maí

Kl 16.00 Skapandi greinar

Kl 17.00 HHS - heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði

Miðvikudagur 26. maí

Kl 16.00 Opinber stjórnsýsla

Kl 17.00 Miðlun og almannatengsl

Fimmtudaginn 27. maí

Kl 17.00 Viðskiptalögfræði

Umsóknarfrestur um grunnnám við Háskólann á Bifröst er til 15. júní.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta