Fréttir og tilkynningar

Misserisverkefni varpar ljósi á verðlagsbreytingar á eldsneytismarkaði
Missersiverkefni við skólann eru af ýmsum toga en þau eiga það flest sameiginlegt að fjalla um málefni sem standa samfélaginu nærri og skipta fólk máli. Verkefnið sem fékk hæstu einkunn í ár, og hlaut viðurkenningu fyrir, er þar engin undantekning. Hópurinn samanstóð af viðskiptafræðinemum og fjölluðu þau um ósamhverfa verðaðlögun á bensínmarkaði og hvaða áhrif koma Costco hefði haft. Meðlimir hópsins voru þau Ásmundur Ásmundsson, Bjarni Heiðar Halldórsson, Benedikt Svavarsson, Guðbjörg Anna Bragadóttir, Helga Sigurlína Halldórsdóttir og Viktor Örn Guðmundsson.
Lesa meira
Öflugt samstarf háskólanna um jafnrétti
Samráðsvettvangur jafnréttisfulltrúa háskólanna hittist á vinnufundum tvisvar á ári, en samstarfið hófst 2015.
Lesa meira
Misserisverkefni laganema vekur athygli hjá Samherja
Misserisverkefnin eru einn af hornsteinum grunnnámsins á Bifröst. Í þeim endurspeglast þau beinu tengsl við atvinnulífið sem námið hefur, náin vinna með kennurum og verkefnavinna með hóp fjölbreyttra einstaklinga. Eitt þeirra verkefna sem unnið var nú í vor, var rannsókn á valdheimildum Seðlabankans við gjaldeyriseftirlit og hvort hann hafi farið út fyrir þær við eftirlitið. Verkefnið hlaut hæstu einkunn verkefna á Félagsvísinda- og lagadeild og vakti sömuleiðis áhuga lögmanna í atvinnulífinu. Höfundar verkefnisins eru þau Ásta Karen Ágústsdóttir, Bergþór Bjarnason, Hafdís Jóhannsdóttir, Haukur Daði Guðmarsson og Kristófer Ari Te Maiharoa og Fróði Steingrímsson var leiðbeinandi þeirra. Við hittum þau Hafdísi og Kristófer og spurðum þau út í verkefnið og upplifun þeirra af misserisverkefnunum.
Lesa meira
Nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði opnar fleiri dyr en þú heldur
Pétur Steinn Pétursson útskrifaðist nú um áramótin úr heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði en hann fékk verðlaun fyrir hæstu einkunn útskriftarnema við Félagsvísinda- og lagadeild sem og að fá skólagjöld felld niður fjórum sinnum vegna framúrskarandi námsárangurs á námsferlinum. Pétur var nýverið tekinn inn í Kaupmannahafnarháskóla í meistaranám sem ber heitið IT and Cognition, en aðeins eru teknir um 30 einstaklingar inn í námið ár hvert og eru gerðar strangar kröfur fyrir inntöku. Námið snýr að samspili upplýsingatækninnar og huglægrar vitundar og skilnings.
Lesa meira
Grunnskólanemar heimsækja Bifröst
Nemendur í 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskólanum á Varmalandi komu og heimsóttu skólann þann 13. maí síðastliðinn. Þau hétu Andrea Jónsdóttir, Bryndís Hafliðadóttir, Kristín Inga Óskarsdóttir og Styrmir Örn Sigurfinnsson.
Lesa meira
Framúrskarandi misserisverkefni verðlaunað
Misserisvarnir fóru fram við Háskólann á Bifröst dagana 9. og 10. Maí síðastliðinn. Misserisverkefni eru unnin í hóp þar sem kennari leiðbeinir nemendum við vinnuna og þarf hópurinn í kjölfarið að verja verkefnið fyrir prófnefnd og öðrum hóp nemenda. Verkefnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg, tilgangurinn er einnig margþættur þau veita nemendum t.a.m. tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu efni og gera rannsókn á viðfangsefni að eigin vali Þá eru verkefnin oft unnin í nánum tengslum við fyrirtæki og stofnanir og veita þannig innsýn í viðfangsefni og áskoranir atvinnulífsins.
Lesa meira
Spurning vikunnar - Misserisvarnir
Misserisvarnir fóru fram 9. og 10. maí. Misserisvarnirnar eru einn af hánpuktum skólaársins, en þau eru rannsóknarverkefni á stærð við lokaritgerð á Bakkalár-stigi sem nemendur vinna að í hópum en hafa aðeins 33 vikur til þess. Þegar verkefninu hefur verið skilað inn þurfa hóparnir síðan að verja verkefni sitt fyrir prófnefnd og öðrum hóp nemenda. Við ákváðum því að spyrja nokkra nemendur um þeirra upplifun af því að vinna misserisverkefni.
Lesa meira
Nám í viðskiptalögfræði veitir ákveðið forskot í alþjóðlegu lögfræðiverkefni
Tveir nemendur við skólann luku nýverið þátttöku í alþjóðlegu lögfræðiverkefni sem ber heitið LawWithoutWalls. Það voru þau Kristófer Kristjánsson og Íris Hervör sem tóku þátt í fyrir hönd Háskólans á Bifröst. Verkefnið tekur þrjá mánuði og vinna nemendur í hópum með öðrum nemendum víða að úr heiminum.
Lesa meira
Mikil ánægja nemenda með ferð til Coventry
Nýlega fóru átta nemendur við skólann út til Coventry í Englandi til að taka þátt í samstarfsverkefni á milli Háskólans á Bifröst og Coventry University. Nemendurnir voru alls 5 daga í ferðinni og unnu þau verkefni með nemendum úr háskólanum í Coventry. Verkefnið var að hanna smáforrit eða vefsíðu sem tengdist ferðaiðnaðinum. Íslensku nemendurnir áttu að sjá um hugmyndavinnu og markaðsgreiningu en þeir bresku voru tölvunarfræðinemendur sem áttu að sjá um tæknilega útfærslu.
Lesa meira