Akademísk staða í áfallastjórnun auglýst laus til umsóknar 26. mars 2021

Akademísk staða í áfallastjórnun auglýst laus til umsóknar

Háskólinn á Bifröst er skóli í mikilli sókn. Um síðustu helgi voru auglýstar lausar til umsóknar fimm akademískar stöður í viðskiptafræði og lögfræði og um þessa helgi er auglýst akademísk staða í áfallastjórnun.

Áfallastjórnun er ný námslína við Háskólann á Bifröst og hefst kennsla í henni í haust. Opið er fyrir umsóknir í námið. Þessu nýja námstilboði hefur verið sýndur gríðarlegur áhugi og umsóknir eru farnar að streyma inn.

Nánari upplýsingar um starfið má finna á Alfreð þar sem einnig má sækja um starfið.

Háskólinn á Bifröst hvetur einnig fólk með sérþekkingu á sviði áfallastjórnunar til þess að sækja um stundakennarastöður í greininni.