Þrjár nýjar bækur eftir dr. Eirík Bergmann það sem af er ári 21. apríl 2021

Þrjár nýjar bækur eftir dr. Eirík Bergmann það sem af er ári

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Rannsóknarsvið Eiríks hin síðari ár hefur einkum verið á sviði þjóðernishyggju, pópúlisma í stjórnmálum og samsæriskenninga og eru útgefnar bækur hans á árinu allar á því sviði.

Í janúar kom út hjá hjá breska fræðibókaforlagi Routledge bókin Conspiracy Theories and the Nordic Countries en þar er Eiríkur einn sjö höfunda. Nánari upplýsingar um Conspiracy Theories and the Nordic Countries má finna hér.

Í febrúar kom út víetnömsk þýðing á bók Eiríks Conspiracy & Populism hjá þjóðarforlagi Víetnam, National Political Publishing House en sú bók kom upphaflega út hjá bresku fræðibókaútgáfunni Palgrave Macmillan árið 2018. Nánari upplýsingar um víetnömsku útgáfuna er að finna hér.

Í þessari viku kom svo út hjá Routledge bókin Europe: A Continent of Conspiracies en í þeirri bók skrifar Eiríkur kafla sem sem heitir The Eurabia Conspiracy Theory. Nánari upplýsingar um bókina er að finna hér.

Kennsla Eiríks er aðallega á námsbrautinni heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) sem hefur verið kennd í rúm fimmtán ár á Bifröst við einstaklega góðan orðstír. Háskólinn á Bifröst eru eini háskóli landsins sem býður upp á þessa námsbraut sem er vinsæl víða í Evrópu, ekki síst í Bretlandi. Eirkur hefur í HHS-náminu kennt námskeiðin Stjórnmál og stjórnkerfi, Íslensk stjórnmál og Popúlismi og upplýsingaóreiða og í sumar mun Eiríkur kenna námskeiðið Lýðræði og vald.

Eiríkur er ötull við fræðiskrif og hver veit nema íslenskt áhugafólk um þjóðernishyggju, pópúlisma og samsæriskenningar fái í hendur bók frá Eiríki á móðurmálinu áður en árið er liðið.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta