Forseti lagadeildar tekur sæti í bankaráði Landsbankans 24. mars 2021

Forseti lagadeildar tekur sæti í bankaráði Landsbankans

Elín H. Jónsdóttir forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst tók sæti í bankaráði Landsbankans á aðalfundi bankans 24. mars 2021.

Elín kom til starfa við Háskólann á Bifröst um mitt síðasta ár, fyrst sem ráðgjafi og umsjónarmaður laganáms við félagsvísinda- og lagadeild, en frá áramótum sem deildarforseti lagadeildar. Lagadeild verður frá komandi hausti rekin sem sérstök deild við háskólann og mun sem fyrr lögð áhersla á viðskiptalögfræði sem kennd er til BS og MBL gráðu auk ML gráðu í lögum.

Elín var forstjóri Bankasýslu ríkisins um tveggja ára skeið. Hún stýrði eignastýringarsviði Íslandsbanka frá 2014 til 2017 og hefur meðal annars setið í stjórnum Regins fasteignafélags, Tryggingamiðstöðvarinnar, Promens, Icelandair, Borgunar og Skeljungs.

Háskólinn á Bifröst óskar Elínu velfarnaðar í störfum sínum í bankaráði Landsbankans.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta