Anna Hildur í miðjunni ásamt Elizu Reid forsetafrú til hægri og Baldvin Vernharðssyni kvikmyndatökumanni til vinstri.
27. febrúar 2021A Song Called Hate í almennum bíósýningum
Heimildamyndin A Song Called Hate er nú sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri myndarinnar er Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem er aðjúnkt við Háskólann á Bifröst og heldur utan um nám í skapandi greinum við skólann.
Í A Song Called Hate segir frá Eurovision-gjörningi Hatara þegar hljómsveitin fór til í Tel Aviv vorið 2019 og tók þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem einnig er einn stærsti sjónvarpsviðburður heims. Fylgst er með ferð hljómsveitarinnar og því sem gerðist bak við tjöldin í Ísrael og Palestínu.
A Song Called Hate er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur sem leikstjóra en hún framleiðir jafnframt myndina í gegnum fyrirtæki sitt Tattarrattat. Meðeigendur hennar Iain Forsyth og Jane Pollard eru yfirframleiðendur myndarinnar ásamt Skarphéðni Guðmundssyni hjá RÚV. Baldvin Vernharðsson er kvikmyndatökustjóri myndarinnar.
A Song Called Hate var frumsýnd á RIFF síðastlið haust og heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Varsjá. Myndin hefur gert það gott á evrópskum kvikmyndahátíðum, fengið framúrskarandi dóma og bæði fengið tilnefningar og hlotið verðlaun.
Myndin er nú í almennum sýningum í Háskólabíói og verður í kjölfarið sýnd í kvikmyndahúsum víða um land.
Háskólinn á Bifröst óskar Önnu Hildi og öðrum aðstandendum myndarinnar til hamingju.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta