Rafrænn kynningarfundur um nám í áfallastjórnun
Haldinn verður rafrænn kynningarfundur um diplómu- og meistaranám í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst miðvikudaginn 17. mars næstkomandi klukkan 16. Á fundinum munu Ásthildur Elva Bernharðsdóttir sem leitt hefur mótun námsins og Njörður Sigurjónsson forseti félagsvísindadeildar kynna námið og sitja fyrir svörum.
Viðbrögð við þessari nýju námsleið í áfallastjórnun hafa verið gríðarlega mikil. „Við vissum að það yrði eftirspurn eftir þessu námi,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor skólans. „En þessi gríðarlegu viðbrögð hafa sannarlega komið okkur gleðilega á óvart.“
Námið í áfallastjórnun verður að mestu í fjarnámi eins og annað nám við Háskólann á Bifröst en eins og í öðru námi verða haldnar vinnuhelgar þar sem nemendur koma saman á Bifröst. „Þá má búast við að settir verði upp æsilegir atburðir hér í Borgarfirði sem nemendur þurfa að bregðast við í samræmi við það sem þau hafa tileinkað sér í náminu. Þannig fara ávallt saman fræði og framkvæmd hér í Háskólanum á Bifröst,“ segir Margrét.
Hlekkur á kynningarfundinn má finna hér: https://fb.me/e/18URxNEfy
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta