Learning2gether: Þegar ungt fólk mætir áskorunum í námi og á vinnumarkaði 19. febrúar 2021

Learning2gether: Þegar ungt fólk mætir áskorunum í námi og á vinnumarkaði

Háskólinn á Bifröst hefur frá haustinu 2018 tekið þátt í samstarfsverkefninu Learning2gether sem fjármagnað er af styrkjaáætluninni Erasmus+. Markmið verkefnisins er að brúa þekkingarlegt kynslóðabil og efla ungt fólk sem stendur höllum fæti á vinnumarkaði, með því að virkja það til samstarfs við reyndara fólk úr atvinnulífinu. Báðir aðilar vinna þá markvisst að þekkingaryfirfærslu.

Verkefninu er nú formlega að ljúka, og föstudaginn 26. febrúar, kl. 13.00 gefst tækifæri til þess að fræðast nánar um það sem hefur áunnist. Fundurinn verður rafrænn.

Verkefnið er sprottið upp úr þeim veruleika sem blasir við, að ungt fólk býr oft yfir meiri þekkingu á tækni og stafrænum heimi, þekkingu sem eldri kynslóðir geta nýtt sér. Eldri kynslóðir búa á hinn bóginn yfir reynslu á vinnumarkaði sem yngra fólk skortir, ekki síst þann hóp sem hefur staðið höllum fæti á vinnumarkaði.

Í verkefninu hefur orðið til verkfærakista  og kennsluvefur sem hægt er að leita í þegar kynslóðirnar miðla þekkingu sín á milli.Verkefnið Learning2gether er styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins, gegnum landsskrifstofu Erasmus+ á Íslandi.

Fundur fer fram föstudaginn 26. febrúar, kl. 13.00-14.00

Með skráningu á eftirfarandi vefslóð, færð þú sendan hlekk á MS Teams fund.

Skráning á Learning2gether kynningarfund

Erasmus+

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta