18. febrúar 2021
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 20. febrúar
Laugardaginn 20. febrúar næstkomandi verður brautskráning frá Háskólanum á Bifröst. Alls útskrifast 76 nemendur úr háskólagátt, grunnnámi og framhaldsnámi. Nemendur í grunnnámi verða brautskráðir kl. 11 og nemendur í framhaldsnámi kl. 14.
Rektor skólans Margrét Jónsdóttir Njarðvík útskrifar nemendur ásamt deildarforsetum. Eva Margrét Jónudóttir og Snorri Bergsson flytja tónlist við athafnirnar sem að þessu sinni verða tvær af sóttvarnarástæðum.
Til þess að virða fjöldatakmarkanir verður aðstandendum skipt niður á kennslustofur þaðan sem þeir geta fylgst með athöfninni. Alls staðar verður grímuskylda og tveggja metra regla viðhöfð.
Athöfninni verður streymt og hlekkur á streymið verður hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta