Nýr forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst 2. mars 2021

Nýr forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst

Dr. Stefan Wendt hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. Stefan er með meistarapróf í viðskiptafræði frá háskólanum í Bamberg í Þýskalandi og lauk doktorsprófum frá sama skóla árin 2010 og 2017.

Stefan starfaði við rannsóknir og kennslu við háskólann í Bamberg frá 2005-2015 en hefur síðan starfað við Háskólann í Reykjavík. Hann er nú dósent og forstöðumaður meistaranáms í viðskiptafræði við þar.

Rannsóknir dr. Stefans hafa einkum verið á sviði fjármála fyrirtækja og fjármálamarkaða.

Stefan Wendt tekur til starfa í sumar og býður Háskólinn á Bifröst hann velkominn í sínar raðir.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta