Fimm akademískar stöður við Háskólann á Bifröst 19. mars 2021

Fimm akademískar stöður við Háskólann á Bifröst

Háskólinn á Bifröst er skóli í vexti. Því eru nú fimm akademískar stöður við lagadeild og viðskiptadeild auglýstar lausar til umsóknar. Um er að ræða stöður í lögfræði, viðskiptalögfræði, verkefnastjórnun, viðskiptagreind og hagfræði og fjármál. Starfshlutfall er umsemjanlegt og starfsheiti verða ákvörðuð út frá hæfismati.

Umsóknarfrestur rennur út 6. apríl.

Nánari upplýsingar um störfin má finna hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta