Lausar stöður

Starf sálfræðings

Auglýst er starf sálfræðings í sálfræðiþjónustu fyrir háskólanema á kennslusviði Háskólans á Bifröst.

Leitað er að einstaklingi með faglegan metnað og reynslu á sviði sálfræðiþjónustu og áhuga á að taka virkan þátt í uppbyggingu og þróun sálfræðiþjónustu við nemendur skólans.

Umsóknum skal fylgja greinargóð náms- og starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum og starfsleyfi, ásamt kynningarbréfi.

Ráðningin er tímabundin til 9 mánaða, frá 1. nóvember til 1. júlí 2022 og er starfshlutfall 50%.

Umsóknarfrestur er til og með 28.september 2021.  Starfsstöðvar eru á Bifröst og í Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri við Háskólann á Bifröst, í síma 433 3000 eða á kennslustjori@bifrost.is.

Sótt er um starfið á ráðningavefnum Alfreð.

Háskólinn á Bifröst hefur verið leiðandi í uppbyggingu fjarnáms á háskólastigi hér á landi síðastliðin 20 ár og er með starfsstöðvar á Bifröst og í Reykjavík.

Sjá nánari upplýsingar um starfið