Lausar stöður

Rannsóknarstjóri

Innleiðing rannsóknarstefnu skólans og ráðgefandi stuðningur og upplýsingamiðlun um styrkumsóknir til akademískra starfsmanna. Þátttaka í innlendum og erlendum tengslanetum á sviði rannsókna og innri þróunarverkefnum ásamt eftirliti og mælingum á árangri. Starfshlutfall er umsemjanlegt.

Á Alfreð má fá nánari upplýsingar og sækja um starfið.


Forstöðumaður símenntunar og háskólagáttar

Fagleg forysta við mótun og uppbyggingu námsframboðs og námskeiða skólans á sviði símenntunar og í annarri menntastarfsemi á framhaldsskólastigi (háskólagátt) og umsjón með framkvæmd. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Á Alfreð má fá nánari upplýsingar og sækja um starfið.


Mannauðsstjóri

Fagleg forysta um stefnumörkun, þróun og hönnun ferla, kerfa og mælinga á sviði mannauðsmála er styðja við stefnu skólans og innleiðingu hennar, og ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur skólans á sviði mannauðsmála. Starfshlutfall er umsemjanlegt.

Á Alfreð má fá nánari upplýsingar og sækja um starfið.