Laus störf

Móttökustjóri

Laust er til umsóknar starf móttökustjóra við Háskólann á Bifröst. Móttökustjóri er í lykilhlutverki í móttöku háskólans, tekur á móti erindum, sinnir upplýsingagjöf og starfar á kennslusviði háskólans. Aðalstarfsstöð er á Bifröst. Við leitum að traustu og glaðlyndu fólki með ríka þjónustulund sem á auðvelt með að vinna í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi. Háskólinn á Bifröst er framsækinn háskóli sem hefur verið leiðandi í uppbyggingu stafræns fjarnáms á háskólastigi hér á landi síðastliðin 20 ár. 

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2023.

Tekið er við umsóknum á alfred.is. 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Umsjón með móttöku á Bifröst og pósti
 • Símsvörun
 • Aðstoð og upplýsingagjöf við nemendur og gesti
 • Útgáfa vottorða, skírteina og aðgangskorta
 • Innkaup á skrifstofuvörum
 • Umsjón með kaffistofu starfsfólks
 • Aðstoð við útskriftir, staðlotur og aðra viðburði á vegum skólans

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi, að lágmarki stúdentspróf eða sambærilegt
 • Reynsla úr þjónustustarfi- og/eða móttökustjórnun
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Góð tölvukunnátta
 • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
 • Mikil færni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund
 • Hreint sakarvottorð 

Með umsókn skulu fylgja ferilsskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra kennslu og þjónustu, kennslustjori@bifrost.is. Háskólinn á Bifröst vinnur samkvæmt jafnréttisáætlun og hvetur alla óháð kyni til að sækja um.