Lausar stöður

Háskólinn á Bifröst auglýsir þrjár akademískar stöður lausar til umsóknar á eftirfarandi námsbrautum á félagsvísindasviði; Miðlun og almannatengsl, Opinber stjórnsýsla og Skapandi greinar. 

Starfsstöð er á Bifröst og í Reykjavík.

Við leitum að einstaklingum með metnað og áhuga á að taka virkan þátt í uppbyggingu og þróun viðkomandi námsbrauta. Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á samþættingu fræða og framkvæmdar í kennslu og hefur verið leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á háskólastigi hér á landi síðastliðin 20 ár.

Við ráðningu verður tekið tillit til þarfa og áherslna félagsvísindadeildar og hve vel umsækjendur falla að þeim. Möguleiki er á hlutastarfi hvað öll störfin varðar.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið og menntunar- og hæfniskröfur starfanna eru eftirtalin:

Akademísk staða í Miðlun og almannatengslum

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Umsjón með námsbraut í Miðlun og almannatengslum.
 • Kennsla á sviði miðlunar og almannatengsla.
 • Leiðbeining í lokaritgerðum.
 • Rannsóknir og fræðastörf á viðkomandi sérsviði.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Framhaldspróf á háskólastigi á fræðasviðinu.
 • Kennslureynsla á háskólastigi.
 • Reynsla af uppbyggingu og mótun námskeiða og/eða námsbrauta er kostur.
 • Góð reynsla og tengsl við atvinnulíf.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
 • Leiðtoga- og skipulagsfærni.
 • Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti.

Prentvænt útgáfa (pdf)

Akademísk staða í Opinberri stjórnsýslu

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Umsjón með námsbraut í Opinberri stjórnsýslu.
 • Kennsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.
 • Leiðbeining í lokaritgerðum.
 • Rannsóknir og fræðastörf á viðkomandi sérsviði.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Framhaldspróf á háskólastigi á fræðasviðinu.
 • Kennslureynsla á háskólastigi.
 • Reynsla af uppbyggingu og mótun námskeiða og/eða námsbrauta er kostur.
 • Góð reynsla og tengsl við atvinnulíf.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
 • Leiðtoga- og skipulagsfærni.
 • Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti.

Prentvæn útgáfa (pdf)

Akademísk staða í Skapandi greinum

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Umsjón með námsbraut í Skapandi greinum.
 • Kennsla á sviði skapandi greina.
 • Leiðbeining í lokaritgerðum.
 • Rannsóknir og fræðastörf á viðkomandi sérsviði. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Framhaldspróf á háskólastigi á fræðasviðinu.
 • Kennslureynsla á háskólastigi.
 • Reynsla af uppbyggingu og mótun námskeiða og/eða námsbrauta er kostur.
 • Góð reynsla og tengsl við atvinnulíf.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
 • Leiðtoga- og skipulagsfærni.
 • Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti.

Prentvænt útgáfa (pfd)

Nánari upplýsingar um störfin veita Hulda Dóra Styrmisdóttir mannauðsstjóri, mannaudsstjori@bifrost.is og Njörður Sigurjónsson, prófessor og deildarforseti deildarforsetifd@bifrost.is. 

Umsóknarfrestur starfanna er til og með 23.1.2022 n.k. Miðað er við ráðningu frá og með 01.06.2022 eða fyrr. Starfsheiti verður í öllum tilvikum ákvarðað út frá hæfismati.

Háskólinn á Bifröst vinnur samkvæmt jafnréttisáætlun skólans og hvetur alla óháð kyni til að sækja um. Sótt er um á alfred.is.

Hvers vegna að velja Bifröst?

 1. Í fararbroddi í fjarnámi
 2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
 3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
 4. Sterk tengsl við atvinnulífið
 5. Persónuleg þjónusta