Náms og starfsráðgjafi

Auglýst er laust til umsóknar starf náms- og starfsráðgjafa við Háskólann á Bifröst. Leitað er að einstaklingi með þekkingu, metnað og reynslu á sviði náms- og starfsráðgjafar og áhuga á virkri þátttöku í frekari uppbyggingu og þróun náms- og starfsráðgjafar við skólann. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ráðgjöf um náms- og starfsval.
 • Fræðsla og fyrirlestrar til nemenda.
 • Ráðgjöf um vinnubrögð svo sem námstækni, lífstíl og venjur.
 • Persónuleg ráðgjöf og stuðningur vegna tímabundinna erfiðleika, streitu og kvíða.
 • Ráðgjöf, hagsmunagæsla og upplýsingamiðlun vegna sérhæfðra réttindamála.
 • Eftirfylgni með brottfalli nemenda í samstarfi við kennara skólans.
 • Aðstoð við atvinnuleit, leiðbeiningar við gerð ferilskráa og undirbúningur fyrir atvinnuviðtöl.

 Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólanám á sviði náms- og starfsráðgjafar (lögverndað starfsheiti).
 • Reynsla af náms- og starfsráðgjöf á háskólastigi er kostur.
 • Skipulagshæfileikar.
 • Jákvæðni og samskipta- og samráðsfærni.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og þjónustulipurð.
 • Færni í greiningu og túlkun tölfræðilegra gagna.
 • Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti. 

Umsókn: Með umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilsskrá, afrit af útskriftarskírteinum og kynningarbréf þar sem kemur fram m.a. stutt lýsing á hugmyndum umsækjanda um hlutverk og áskoranir náms- og starfsráðgjafa á háskólastigi.

Aðalsstarfsstöð er á Bifröst, en einnig er mögulegt að vinna hluta verkefna í fjarvinnu.               

Sótt er um starfið á vinnumiðlunarvefnum alfred.is. Umsóknarfrestur er til og með 13.7.2022. 

Nánari upplýsingar veitir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri, kennslustjori@bifrost.is eða í síma 433 3002.

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

 1. Í fararbroddi í fjarnámi
 2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
 3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
 4. Sterk tengsl við atvinnulífið
 5. Persónuleg þjónusta