Fréttir og tilkynningar
10. júlí 2015
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir nýr sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verður nýr sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. Hún hefur síðustu tvö árin starfað sem aðstoðarsaksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og hefur áður reynslu af störfum innan dómstóla sem aðstoðarmaður dómara og hefur einnig starfað við saksókn fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
8. júlí 2015
Verðlaunahafar á útskrift
Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst útskrifaði um 130 nemendur frá skólanum laugardaginn 13. júní. Nemendurnir sem útskrifuðust voru úr Háskólagátt, grunn- og meistaranámi.
Lesa meira
6. júlí 2015
Brýnt að endurskoða skilvirkni núverandi fyrirkomulags á stuðningi ríkisins til landbúnaðar
Hópur nemenda við Háskólann á Bifröst skoðaði í misserisverkefni hverjar væru helstu afleiðingar stuðnings við landbúnað á íslenskt samfélag.
Lesa meira
6. júlí 2015
10% aukning í grunnnám á Bifröst
Talsverð fjölgun umsókna var í grunnnám Háskólans á Bifröst en umsóknarfrestur rann út um miðjan síðasta mánuð. Nemendum sem sækja um háskólanám á Bifröst hefur fjölgað á hverju ári undanfarin tvö ár. Fjölgunin núna er mest í viðskiptalögfræði en sú nýbreytni verður tekin upp á komandi skólaári að boðið verður upp á viðskiptalögfræði í fjarnámi og einnig sem sérstök námsbraut með vinnu. Einnig hefja tvær nýjar námsbrautir á félagsvísindasviði göngu sína í haust, þ.e. BA í byltingafræði og BA í miðlun og almannatengslum sem fengu góðar viðtökur.
Lesa meira
29. júní 2015
Háskólinn á Bifröst leiðir alþjóðlegt samstarfsverkefni um nýja kennsluhætti í laganámi
Lögfræðisvið Háskólans á Bifröst hefur hlotið styrk að fjárhæð € 167.193 ( um 25 milljónir íslenskra króna) í gegnum evrópsku Erasmus+ áætlunina, fyrir verkefnið „Development of a Blended Learning Approach to a Joint Degree in Business and Law“. Verkefnið heitir á íslensku „Þróun blandaðra kennsluhátta fyrir sameiginlega gráðu í viðskiptalögfræði“.
Lesa meira
26. júní 2015
Bifrestingar stjórnendur hjá Símanum
Þau Berglind Björg Harðadóttir og Fannar Eðvaldsson eru útskrifaðir Bifrestingar og starfa sem millistjórnendur hjá Símanum. Þau eru hér í stuttu viðtali um námið á Bifröst og hvernig það hefur nýst þeim úti í atvinnulífinu.
Lesa meira
22. júní 2015
Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir tekur þátt í alþjóðlegum fundi PRiME
Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, tekur þátt í alþjóðlegum fundi PRiME (Principles for Responsible Management Education) sem haldinn er í New York dagana 23-24. júní næstkomandi. Á fundinn koma saman um 300 leiðtogar frá Sameinuðuþjóðunum, háskólum, viðskiptalífinu, stjórnvöldum og félagasamtökum víðsvegar úr heiminum.
Lesa meira
22. júní 2015
Bifröst og Borgarbyggð í evrópsku samstarfsverkefni
Símenntun Háskólans á Bifröst og Borgarbyggð taka þátt í að þróa „nýja kynslóð stjórnsýslu“ í evrópsku samstarfsverkefni.
Lesa meira
19. júní 2015
Háskólaskrifstofa er lokuð eftir hádegi í dag
Í tilefni af 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna fá konur á Bifröst frí eftir hádegi í dag 19. júní og er því háskólaskrifstofan lokuð frá 13-16.
Lesa meira