Fréttir og tilkynningar

Halda námskeið til að efla fátækar konur í Tansaníu 11. apríl 2015

Halda námskeið til að efla fátækar konur í Tansaníu

Þrír kennarar frá háskólanum á Bifröst lögðu í morgun af stað til Tansaníu, þar sem þau ætla næstu vikur að halda námskeið til að efla fátækar konur til sjálfshjálpar.

Lesa meira
Háskólinn á Bifröst rannsakar fyrir ferðaþjónustuna 8. apríl 2015

Háskólinn á Bifröst rannsakar fyrir ferðaþjónustuna

Háskólinn á Bifröst og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafa gert samninga um tvö rannsóknaverkefni á sviði ferðaþjónustu. Annað verkefnanna fjallar um umfang íbúðagistingar og þróun á lagalegu umhverfi hennar. Hitt verkefnið er rannsókn á launum í ferðaþjónustu í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Þessi verkefni verða að mestu leyti unnin í sumar á Bifröst og miðað er við að nemendur Háskólans á Bifröst aðstoði eftir föngum við rannsóknirnar. Verkefnunum á að vera lokið í október. Fleiri rannsóknaverkefni eru í undirbúningi.

Lesa meira
Páskafrí 30. mars 2015

Páskafrí

Háskólaskrifstofan verður lokuð í páskafríinu frá og með 30. mars til og með 1. apríl nk. Við opnum aftur þriðjudaginn 7. apríl kl. 8.00.

Gleðilega páska.

Lesa meira
Gæðaúttekt á Háskólanum á Bifröst 25. mars 2015

Gæðaúttekt á Háskólanum á Bifröst

Gæðaráð íslenskra háskóla framkvæmir úttekt á Háskólanum á Bifröst dagana 24.-26. mars en áður hafa samsvarandi úttektir verið gerðar á öðrum háskólum hér á landi, síðast á Háskóla Íslands í janúar sl. Úttektarnefndin er skipuð tveimur fulltrúum gæðaráðsins, tveimur erlendum sérfræðingum og nemanda við Listaháskóla Íslands.

Lesa meira
Auglýsing um aðalfund Hollvinasamtaka Bifrastar 2015 24. mars 2015

Auglýsing um aðalfund Hollvinasamtaka Bifrastar 2015

Aðalfundur Hollvinasamtaka Bifrastar verður haldinn í Reykjavík, í fundarsal Háskólans á Bifröst að Hverfisgötu 4-6, 5. hæð, miðvikudaginn 8. apríl 2015, kl. 20:00.

Lesa meira
Er umsóknarferlinu lokið? - Málfundur 23. mars 2015

Er umsóknarferlinu lokið? - Málfundur

Staðan í Evrópumálum eftir bréfsendingu utanríkisráðherra

Lesa meira
Ný stjórn Merkúrs kjörin 23. mars 2015

Ný stjórn Merkúrs kjörin

Aðalfundur Merkúr var haldinn þann 14. mars síðastliðinn þar sem ný stjórn félagsins var meðal annars kjörin.

Lesa meira
Gestafyrirlesarar á vinnuhelgi 16. mars 2015

Gestafyrirlesarar á vinnuhelgi

Á vinnuhelgi á Bifröst 13.-15.mars fyrir grunnnema í fjarnámi komu tveir gestafyrirlesarar og héldu kynningu á þeirra störfum fyrir nemendur. Þetta var annars vegar Bjarki Pétursson sem er stofnandi og eigandi Zenter. Hann fór yfir mikilvægi CRM, beina markaðsetningu og hvernig tæknin getur aðstoðað og hjálpað til við að halda utan um gögn og upplýsingar með markvissum hætti. Kynninguna hélt hann í námskeiðinu CRM eða Customer Relationship Management þar sem kennari í námskeiðinu er Haraldur Daði Ragnarsson aðjúnkt og einn eigenda Manhattan Marketing.

Lesa meira
Sigurvegarar Gulleggsins 2015 9. mars 2015

Sigurvegarar Gulleggsins 2015

Úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu eru nú ljós. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti Gulleggið 2015 við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands, laugardaginn 7. mars.

Lesa meira