Fréttir og tilkynningar

Vinnustofa um fagmál á Bifröst 11. apríl 2016

Vinnustofa um fagmál á Bifröst

Tveggja daga vinnustofa um faglega innleiðingu lærdómsviðmiða á háskólastigi stendur nú yfir í Háskólanum á Biförst. Er ráðstefnan meðal verkþátta í verkefninu The Bologna Reform in Iceland Project (BORE) sem stýrt er af Maríu Krístinu Gylfadóttur, sérfræðings á mennta- og menningarsviði hjá Rannís.

Lesa meira
Skoskir gestir á Bifröst 31. mars 2016

Skoskir gestir á Bifröst

Nýlega voru á ferð á Bifröst tveir góðir gestir frá Skotlandi, þær Ellen Mary Kingham og Lorna Castle. Þær starfa báðar á kennslusviði Moray College sem staðsettur er í Elgin, en skólinn er hluti af University of the Highlands and Islands.

Lesa meira
Fjölmiðlafólk framtíðarinnar heimsækir RÚV og Hringbraut 29. mars 2016

Fjölmiðlafólk framtíðarinnar heimsækir RÚV og Hringbraut

Nemendur í áfanganum Fjölmiðlafærni við háskólann á Bifröst fóru á dögunum í vettvangsferð á Ríkisútvarpið og Hringbraut en kennari áfangans er hin landskunna fjölmiðlakona Sigríður Arnardóttir eða Sirrý eins og flestir þekkja hana. Hefur hún unnið á öllum stæstu fjölmiðlum landsins og starfar nú á Hringbraut.

Lesa meira
Aðjúnkt við Háskólann á Bifröst öðlast réttindi til málflutnings við Hæstarétt Íslands 18. mars 2016

Aðjúnkt við Háskólann á Bifröst öðlast réttindi til málflutnings við Hæstarétt Íslands

Unnar Steinn Bjarndal, aðjúnkt við Háskólann á Bifröst, öðlaðist nýverið réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands. Unnar Steinn hefur kennt við Háskólann á Bifröst samhliða lögmannsstörfum sínum frá árinu 2009, fyrst sem stundakennari til ársins 2013 og sem aðjúnkt frá þeim tíma.

Lesa meira
Sigurvegarar Gulleggsins 2016 17. mars 2016

Sigurvegarar Gulleggsins 2016

Úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu eru nú ljós. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti sigurvegurum verðlaunagripinn Gulleggið við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík, laugardaginn 12. mars. Icelandic Startups sér um framkvæmd keppninnar, en Gulleggið var nú haldið í níunda sinn.

Lesa meira
Hringferð í framhaldsskóla landsins 14. mars 2016

Hringferð í framhaldsskóla landsins

Fulltrúar Háskólans á Bifröst ferðast nú hringinn í kringum landið og taka þátt í Háskóladeginum í kringum landið þar sem framhaldsskólanemar eru heimsóttir.

Lesa meira
Meistaranemi við Háskólann á Bifröst hlýtur styrk frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 10. mars 2016

Meistaranemi við Háskólann á Bifröst hlýtur styrk frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Magnea Steinunn Ingimundardóttir, nemandi við Háskólann á Bifröst, hlaut nýverið styrk vegna meistararitgerðar sinnar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Er þetta í fyrsta sinn sem félagið undirritar slíka samninga vegna meistararitgerða sem fjalla um málefni sveitarfélaga og hafa skírskotun til markmiða og aðgerða í stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014-2018.

Lesa meira
Frá undirrittun samnings milli ESA og íslensku lagadeildanna í Háskólanum í Reykjavík. Frá vinstri, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs við Háskólann á BIfröst, Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Helga Jónsdóttir s 9. mars 2016

Laganemar við Háskólann á Bifröst taka þátt í sameiginlegri málflutningskeppni á sviði EES-réttar

Laganemum við Háskólann á Bifröst gefst tækifæri á því að skrá sig til leiks í málflutningskeppni á sviði EES-réttar. Um er að ræða sameiginlega keppni eftirlitsstofnunar EFTA og lagadeilda háskólanna á Íslandi sem haldin verður í nóvember næstkomandi í Hæstarétti Íslands. Fær sigurliðið að launum ferð til Brussel með kynningu á Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel.

Lesa meira
Háskólinn á Bifröst kynntur í framhaldsskólum landsins 8. mars 2016

Háskólinn á Bifröst kynntur í framhaldsskólum landsins

Eftir vel heppnaðan Háskóladag halda fulltrúar Háskólans á Bifröst nú hringinn í kringum landið og taka þátt í Háskóladeginum í kringum landið þar sem framhaldsskólanemar eru heimsóttir.

Lesa meira