Fréttir og tilkynningar
11. apríl 2016
Vinnustofa um fagmál á Bifröst
Tveggja daga vinnustofa um faglega innleiðingu lærdómsviðmiða á háskólastigi stendur nú yfir í Háskólanum á Biförst. Er ráðstefnan meðal verkþátta í verkefninu The Bologna Reform in Iceland Project (BORE) sem stýrt er af Maríu Krístinu Gylfadóttur, sérfræðings á mennta- og menningarsviði hjá Rannís.
Lesa meira
31. mars 2016
Skoskir gestir á Bifröst
Nýlega voru á ferð á Bifröst tveir góðir gestir frá Skotlandi, þær Ellen Mary Kingham og Lorna Castle. Þær starfa báðar á kennslusviði Moray College sem staðsettur er í Elgin, en skólinn er hluti af University of the Highlands and Islands.
Lesa meira
29. mars 2016
Fjölmiðlafólk framtíðarinnar heimsækir RÚV og Hringbraut
Nemendur í áfanganum Fjölmiðlafærni við háskólann á Bifröst fóru á dögunum í vettvangsferð á Ríkisútvarpið og Hringbraut en kennari áfangans er hin landskunna fjölmiðlakona Sigríður Arnardóttir eða Sirrý eins og flestir þekkja hana. Hefur hún unnið á öllum stæstu fjölmiðlum landsins og starfar nú á Hringbraut.
Lesa meira
18. mars 2016
Aðjúnkt við Háskólann á Bifröst öðlast réttindi til málflutnings við Hæstarétt Íslands
Unnar Steinn Bjarndal, aðjúnkt við Háskólann á Bifröst, öðlaðist nýverið réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands. Unnar Steinn hefur kennt við Háskólann á Bifröst samhliða lögmannsstörfum sínum frá árinu 2009, fyrst sem stundakennari til ársins 2013 og sem aðjúnkt frá þeim tíma.
Lesa meira
17. mars 2016
Sigurvegarar Gulleggsins 2016
Úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu eru nú ljós. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti sigurvegurum verðlaunagripinn Gulleggið við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík, laugardaginn 12. mars. Icelandic Startups sér um framkvæmd keppninnar, en Gulleggið var nú haldið í níunda sinn.
Lesa meira
14. mars 2016
Hringferð í framhaldsskóla landsins
Fulltrúar Háskólans á Bifröst ferðast nú hringinn í kringum landið og taka þátt í Háskóladeginum í kringum landið þar sem framhaldsskólanemar eru heimsóttir.
Lesa meira
10. mars 2016
Meistaranemi við Háskólann á Bifröst hlýtur styrk frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Magnea Steinunn Ingimundardóttir, nemandi við Háskólann á Bifröst, hlaut nýverið styrk vegna meistararitgerðar sinnar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Er þetta í fyrsta sinn sem félagið undirritar slíka samninga vegna meistararitgerða sem fjalla um málefni sveitarfélaga og hafa skírskotun til markmiða og aðgerða í stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014-2018.
Lesa meira
9. mars 2016
Laganemar við Háskólann á Bifröst taka þátt í sameiginlegri málflutningskeppni á sviði EES-réttar
Laganemum við Háskólann á Bifröst gefst tækifæri á því að skrá sig til leiks í málflutningskeppni á sviði EES-réttar. Um er að ræða sameiginlega keppni eftirlitsstofnunar EFTA og lagadeilda háskólanna á Íslandi sem haldin verður í nóvember næstkomandi í Hæstarétti Íslands. Fær sigurliðið að launum ferð til Brussel með kynningu á Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel.
Lesa meira
8. mars 2016
Háskólinn á Bifröst kynntur í framhaldsskólum landsins
Eftir vel heppnaðan Háskóladag halda fulltrúar Háskólans á Bifröst nú hringinn í kringum landið og taka þátt í Háskóladeginum í kringum landið þar sem framhaldsskólanemar eru heimsóttir.
Lesa meira