Fréttir og tilkynningar

Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið tekið fyrir í nýútkominni bók um samfélagslega ábyrgð 8. október 2015

Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið tekið fyrir í nýútkominni bók um samfélagslega ábyrgð

Í nýútkominni bók um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja skrifa þeir Einar Svansson lektor og Stefán Kalmansson aðjúnkt við Háskólann á Bifröst einn kafla. Bókin Corporate Social Performance; Paradoxes, Pitfalls, and Pathways to the Better World er gefin út hjá bókforlaginu Information Age Publishing (IAP) í Bandríkjunum. Bókin samanstendur af ritsrýndum bókarköflum sem eru skrifaðir af ýmsum fræðimönnum víðsvegar að úr heiminum en ritstjóri bókarinnar er Agata Stachowicz-Stanusch.

Lesa meira
Vinna vegna alþjóðlegrar meistaragráðu í viðskiptalögfræði hafin 7. október 2015

Vinna vegna alþjóðlegrar meistaragráðu í viðskiptalögfræði hafin

Tveggja daga vinnufundi Háskólans á Bifröst, Aarhus háskóla og University College of Dublin, Sutherland School of Law lauk í vikunni vegna vinnu við að koma á samstarfi um meistaragráðu háskólanna þriggja í viðskiptalögfræði. Lögfræðisvið Háskólans á Bifröst hlaut nýverið styrk til að þróa verkefnið.

Lesa meira
Ný rannsókn: Almenn fjármálavæðing Íslands feykti efnahagslífinu af grunni sínum 5. október 2015

Ný rannsókn: Almenn fjármálavæðing Íslands feykti efnahagslífinu af grunni sínum

Í nýrri rannsókn á íslensku stjórnmála- og efnahagslífi (Political Economy) kemur fram að óstöðugleika efnahagslífsins – og þar með hrunið haustið 2008 – megi meðal annars rekja til hlutfallslega veikrar stöðu félagslegra hreyfinga almennings í landinu, svo sem verkalýðshreyfinga og önnur samtök launafólks. Sú staða hafi rutt úr vegi fyrirstöðu fyrir almennri fjármálavæðingu samfélagsins á forsendum fjármagnseigenda sem hófst á ofanverðri tuttugustu öld, fyrst í kjölfar innleiðingar kvótakerfisins og varð ósjálfbær í aðdraganda hruns.

Lesa meira
Ljósagangur í háskólum landsins til áminningar um jafnréttismál 2. október 2015

Ljósagangur í háskólum landsins til áminningar um jafnréttismál

Háskólar landsins standa saman að ljósagjörningi í hádeginu mánudaginn 5. október til að undirstrika mikilvægi mannréttinda og umræðu um jafnréttismál. Dagurinn markar jafnframt upphaf jafnréttisdaga og fræðsluviðburða um jafnréttismál sem fara fram í skólunum sjö.

Lesa meira
Nýr samningur um ljósleiðara undirritaður 29. september 2015

Nýr samningur um ljósleiðara undirritaður

Í september undirrituðu Vilhjálmur Egilsson Rektor, fyrir hönd Háskólans á Bifröst, og Erling Freyr Guðmundsson, fyrir hönd Gagnaveitu Reykjavíkur, nýjan samning um ljósleiðarasambönd skólans.

Lesa meira
Gæðaúttekt á Háskólanum á Bifröst lokið - gæði náms og kennslu staðfest 25. september 2015

Gæðaúttekt á Háskólanum á Bifröst lokið - gæði náms og kennslu staðfest

Gæðaúttekt á Háskólanum á Bifröst sem framkvæmd var af Gæðaráði íslenskra háskóla er nú lokið. Úttektin er liður í skipulegu eftirliti Gæðaráðs íslenskra háskóla með gæðum þeirra.. Háskólinn á Bifröst er sjöundi, og jafnframt síðasti, háskólinn hér á landi sem gengst undir slíka gæðaúttekt í fyrstu umferð stofnanaúttekta á öllum háskólum landsins.

Lesa meira
Frumkvöðlar á Bifröst 23. september 2015

Frumkvöðlar á Bifröst

Nýsköpun og frumkvöðlafræði er námskeið við Háskólann á Bifröst og taka 28 nemendur þátt í því. Eftir góða hugarflugsfundi í upphafi námskeiðsins vinna nemendurnir nú með 8 hugmyndir og eru að skrifa um þær hnitmiðaðar viðskiptaáætlanir.

Lesa meira
Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015 22. september 2015

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Lesa meira
Innleiða siðferðileg gildi og sjálfbærni inn í kennslu 21. september 2015

Innleiða siðferðileg gildi og sjálfbærni inn í kennslu

Anna Elísabet Ólafsdóttir aðstoðarrektor og Halla Tinna Arnardóttir verkefnisstjóri kennslu við Háskólann á Bifröst, sóttu í liðinni viku námskeið hjá CBS (Copenhagen Business School) í Kaupmannahöfn. Námskeiðið er ætlað háskólum sem eru þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi Sameinuðu þjóðanna, PRiME (Principles of Responsible Management Education).

Lesa meira