Fréttir og tilkynningar

Verkefnastjóri á kennslusviði óskast 13. janúar 2016

Verkefnastjóri á kennslusviði óskast

Spennandi starf í einstöku umhverfi og heillandi samfélagi.

Lesa meira
Frá HHS í grænan kosningaslag 6. janúar 2016

Frá HHS í grænan kosningaslag

Nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) er góður undirbúningur fyrir hvers kyns störf og veitir víðtæka og fjölþætta þekkingu á gangverki nútíma samfélags. Gústaf Gústafsson, markaðsstjóri hjá Norðursiglingu, lauk nýverið námi í HHS hér á Bifröst.

Lesa meira
Dr. Magnús Árni til Haag 5. janúar 2016

Dr. Magnús Árni til Haag

Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent mun dvelja í Haag í Hollandi á vorönn að þessu sinni, en hann mun leysa af s.k. team leader við Evrópufræðideild The Hague University of Applied Sciences.

Lesa meira
Jólakveðja Háskólans á Bifröst 18. desember 2015

Jólakveðja Háskólans á Bifröst

Háskólinn á Bifröst sendir hugheilar óskir um gleðileg jól með von um farsæld á komandi ári. Háskólaskrifstofa fer í jólafrí föstudaginn 18. desember en opnar aftur mánudaginn 4. janúar. Við þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Lesa meira
Ný skýrsla um arðsemi í ferðaþjónustu 10. desember 2015

Ný skýrsla um arðsemi í ferðaþjónustu

Í nýrri skýrslu Háskólans á Bifröst, sem að unnin var samkvæmt samningi við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, er lögð fram sýn á arðsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu. Jafnframt eru lagðar fram ábendingar og leiðir til úrbóta til fyrirtækja í greininni sem fengnar eru með viðtölum við forráðamenn fyrirtækja í atvinnugreininni vítt og breytt um landið.

Lesa meira
Einar Svansson gefur út ljóðabók 10. desember 2015

Einar Svansson gefur út ljóðabók

Einar Svansson lektor við Háskólann á Bifröst hefur gefið út ljóðabók sem heitir Elddropar og er jafnframt hans önnur ljóðabók. Í tilefni af útgáfu bókarinnar og enskrar útgáfu Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum verður haldið útgáfuhóf að Suðurgötu 10 í Reykjavík.

Lesa meira
Startup Tourism - Vinnusmiðja í Borgarnesi 8. desember 2015

Startup Tourism - Vinnusmiðja í Borgarnesi

Startup Tourism er nýr viðskiptahraðall sem er ætlað að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna í kringum landið, allt árið um kring.

Lesa meira
Útskrift Máttur Kvenna 8. desember 2015

Útskrift Máttur Kvenna

Þann 27. nóvember sl. útskrifuðust 8 konur úr Mætti kvenna. Konurnar luku þar með ellefu vikna rekstrarnámi sem sérstaklega er ætlað konum sem vilja bæta við þekkingu sína í rekstri fyrirtækja ásamt því að efla og styrkja tengslanet sín. Þetta er í 24. sinn sem Háskólinn á Bifröst útskrifar konur úr náminu Máttur kvenna en fyrsti hópur kvenna útskrifaðist vorið 2004.

Lesa meira
Aukin framlög til Háskólans á Bifröst 7. desember 2015

Aukin framlög til Háskólans á Bifröst

Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögu um 50 milljóna króna framlagi til Háskólans á Bifröst í tillögugerð sinni fyrir 2. umræðu fjárlagafrumvarps. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir 325 milljóna króna framlagi sem mun hækka í 375 milljónir króna samkvæmt tillögu meirihluta nefndarinnar.

Lesa meira