Fréttir og tilkynningar

Umsóknarfrestur í grunnnám og Háskólagátt við Háskólann á Bifröst til 15. júní
Umsóknarfrestur í grunnnám og Háskólagátt við Háskólann á Bifröst er til og með 15. júní. Í boði er framsækið nám í viðskipta- lögfræði- og félagsvísindadeild. Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi og allt nám við háskólann kennt bæði í fjar- og staðnámi.
Lesa meira
Alls 124 nemendur útskrifaðir á háskólahátíð
Vilhjálmur Egilsson rektor útskrifaði alls 124 nemendur úr öllum deildum skólans, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt, í dag, laugardaginn 10. júní, við hátíðlega athöfn. Í útskriftarræðu sinni til útskriftarnemenda vék Vilhjálmur að því að skólinn hafi treyst stöðu sína sem gæðaskóli og áfram verði sótt fram á þeim vettvangi.
Lesa meira
Háskólahátíð í beinni útsendingu
Háskólinn á Bifröst nýtir sér framsækna fjarkennslutækni sína við útskrift nemenda á morgun, laugardaginn 10. júní, en útskriftin verður send út á Facebook Live.
Lesa meira
Nám í Háskólagátt rifjaði upp námsáhugann
Háskólagátt Háskólans á Bifröst þjónar þeim sem fullnægja ekki formlegum inntökuskilyrðum háskóla og þeim sem þurfa á undirbúningsnámi að halda. Námið býr nemendur undir nám á háskólastigi í greinum hug- og félagsvísinda og veitir einnig undirstöðumenntun á framhaldsskólastigi. Námið er í boði bæði í fjar- og staðnámi og eru kjarnagreinar þess íslenska, stærðfræði og enska. Nám við Háskólagátt nýtist jafnt til áframhaldandi háskólanáms við Háskólann á Bifröst svo og annara háskóla landsins.
Lesa meira
Útskrift úr Mætti kvenna á Bifröst og í Vestmannaeyjum
Útskrift úr Mætti kvenna fór fram þann 18 maí á Bifröst og 19. maí í Vestmannaeyjum. Útskrifuðust 8 konur frá Bifröst og 10 í Vestmannaeyjum en þetta er í fyrsta sinn sem útskrifað er úr námskeiðinu þaðan. Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja og var þetta í 14. sinn sem námið er í boði við háskólann. Máttur kvenna hefur átt miklum vinsældum að fagna og hafa nú rúmlega 900 konur útskrifast úr náminu.
Lesa meira
Þverfagleg gráða í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði
Við félagsvísindadeild hefur í rúman áratug verið í boði BA nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS). Námið er uppsett að erlendri fyrirmynd, einkum frá Oxfordháskóla í Bretlandi en margir þarlendir forsætisráðherrar hafa lokið slíkri gráðu. Námið er þó alls ekki bundið þeim sem hyggja á stjórnmálastarf og hérlendis hafa margir útskrifaðir nemendur skapað sér starfsframa í fjölmiðlum, stofnað og starfað hjá stórum fyrirtækjum, starfað innan stjórnsýslunnar eða farið utan og starfað hjá alþjóðafyrirtækjum.
Lesa meira
Metaðsókn í meistaranám við Háskólann á Bifröst
Metaðsókn er í meistaranám í Háskólann á Bifröst fyrir næsta haust. En umsóknir í meistaranámið voru um 75% fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Formlegum umsóknafresti lauk 15. maí en umsóknir eru áfram að berast skólanum og farið verður yfir þær allar.
Lesa meira
Umsóknarfrestur í meistaranám við Háskólann á Bifröst er til 15. maí
Umsóknarfrestur í meistaranám við Háskólann á Bifröst er til og með 15. maí. Í boði er framsækið nám í viðskipta- lögfræði- og félagsvísindadeild. Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, allt meistaranám er kennt í fjarnámi og þannig geta nemendur stundað námið með vinnu á eigin hraða.
Lesa meira
Útskrift úr starfsþjálfanáminu TTRAIN
Fjórði hópur starfsmanna íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja lauk þann 11. maí, námi sem starfsþjálfar á vinnustað. Starfsþjálfanámið, TTRAIN, snýst um að þróa aðferðir til að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustunnar sem sér um þjálfun nýrra starfsmanna innan fyrirtækja sem og endurmenntun þeirra sem fyrir eru.
Lesa meira