Fréttir og tilkynningar

Upplyfting heldur alvöru sveitaball á Bifröst 13. september 2018

Upplyfting heldur alvöru sveitaball á Bifröst

Framundan er alvöru sveitaball á Hótel Bifröst föstudaginn 14. september næstkomandi. Þar mun Hljómsveitin Upplyfting sjá um að halda uppi stuðinu en ballið er um leið útgáfutónleikar nýjustu plötu hljómsveitarinnar. Einnig munu nokkrir úr hópi Bifrestinga stíga á stokk og rifja upp gamla takta.

Lesa meira
Nýsköpunarhádegi Gulleggsins 7. september 2018

Nýsköpunarhádegi Gulleggsins

Nýsköpunarhádegi Gulleggsins verður haldið í Þjóðminjasafninu föstudaginn 7. september á milli 12:00-13:00 undir yfirskriftinni Engar hindranir. Um er að ræða átak sem Icelandic Startups stendur fyrir til þess að hvetja konur til þátttöku í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi með því að sýna sterkar fyrirmyndir úr sprotaumhverfinu. Átakið hefur skilað sér í jafnara kynjahlutfalli í verkefnum sem Icelandic Startups stendur fyrir, þar á meðal Gullegginu.

Lesa meira
Vettvangur fyrir ungt athafnafólk og frumkvöðla 5. september 2018

Vettvangur fyrir ungt athafnafólk og frumkvöðla

Icelandic Startups stendur árlega fyrir frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Keppnin er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja.

Lesa meira
25 skiptinemar á haustönn 2018 4. september 2018

25 skiptinemar á haustönn 2018

Nú í haust komu 25 skiptinemar á Bifröst alls staðar að úr heiminum t.d. Spáni, Hollandi, Kóreu, Japan, Frakklandi, Þýskalandi og fleiri landa.

Lesa meira
Spurning vikunnar - Nýnemadagar 31. ágúst 2018

Spurning vikunnar - Nýnemadagar

Umsóknum í bæði grunn- og meistaranám við Háskólann á Bifröst fjölgaði nú í haust á milli ára og var ákveðið að spyrja nokkra nýnema af handahófi hvers vegna þeir völdu nám við Háskólann á Bifröst og hver framtíðaráform þeirra eru.

Lesa meira
Verkefni tengt brothættum byggðarlögum kynnt 27. ágúst 2018

Verkefni tengt brothættum byggðarlögum kynnt

Byggðastofnun leiðir tveggja ára evrópskt samstarfsverkefni, INTERFACE, í samstarfi við Háskólann á Bifröst auk erlendra þátttakenda frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. INTERFACE stendur fyrir Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe, sem þýða mætti sem Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu.

Lesa meira
Áhugaverð og lifandi dagskrá á nýnemadögum 21. ágúst 2018

Áhugaverð og lifandi dagskrá á nýnemadögum

Kennarar, starfsfólk og nemendur Háskólans á Bifröst tóku á móti nýnemum í Háskólagátt síðastliðinn föstudag og tókst dagurinn vel í alla staði. Nýnemadagar í grunn- og meistaranámi eru nú framundan þann 23. og 24 ágúst. Verður skólasetning klukkan 13 fimmtudaginn 23. ágúst og að því loknu verður þjónusta við nemendur og kennslukerfi háskólans kynnt. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður og skemmtun á vegum nemendafélagsins. Föstudagurinn verður helgaður kynningu á deildum fyrir hádegi og málstofum að loknum hádegisverði.

Lesa meira
Áfangastaðurinn Ísland og fjölbreytt efnisval heillar 17. ágúst 2018

Áfangastaðurinn Ísland og fjölbreytt efnisval heillar

Alþjóðlegi sumarskólinn var haldinn í þriðja sinn nú í sumar við Háskólann á Bifröst undir yfirskriftinni Skapandi forysta á 21. öldinni. Tilgangur skólans er að undirbúa og þjálfa leiðtoga framtíðarinnar undir þær áskoranir sem þeirra bíða í sífellt meira krefjandi heimi.

Lesa meira
Krefjandi og hvetjandi nám sem eykur sjálfstraustið 9. ágúst 2018

Krefjandi og hvetjandi nám sem eykur sjálfstraustið

Hjónin Halla Ólafsdóttir og Guðni Einarsson, ásamt þremur öðrum, hófu rekstur veitingastaðarins Svörtu fjörunnar sumarið 2014. Í kjölfarið vildi Halla auka þekkingu sína í bókhaldsfræðum og sótti því um inngöngu í Mátt kvenna við Háskólann á Bifröst. Halla er fædd og uppalin í Mýrdalnum og lauk sinni skólagöngu í grunnskóla en tók upp þráðinn aftur árið 2003 og lauk námi í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri 2007 og tveggja ára diplómu í sérkennslufræðum árið 2011.

Lesa meira