Ráðstefna um Norræna menningarstefnu á Bifröst 2. nóvember 2018

Ráðstefna um Norræna menningarstefnu á Bifröst

Norræna ráðstefnan um rannsóknir á menningarstefnu verður haldin við Háskólann á Bifröst í ágúst árið 2019. Þetta er í níunda sinn sem ráðstefnan er haldin en í fyrsta sinn á Íslandi. Þema ráðstefnunnar er menningarstefna á jaðrinum, jaðarmenning og álitamál henni tengd, til að mynda hvað teljist á jaðrinum í menningarstefnu og rannsóknum á menningarstefnu.

Út frá þessu þema kynna fyrirlesarar á ráðstefnunni rannsóknir sínar tengdum Norrænni menningarstefnu frá margvíslegum sjónarhornum og út frá ólíkum nálgunum og aðferðafræði.

Kallað er eftir erindum frá rannsakendum á sviði menningarstefnu, stjórnsýslu lista, menningarfræða og skyldra greina og er umsóknarfrestur til 15. janúar 2018. Meðal efnis má nefna rannsóknir á menningu á jaðarsvæðum, menningararf, menningarpólitík, listir, skapandi greinar, breytingar fjölmiðlaumhverfi og nýjar aðferðir við rannsóknir á menningarstefnu. 

Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér .