Opið er fyrir skráningar í diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun. 16. nóvember 2018

Opið er fyrir skráningar í diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun.

Í upphafi árs 2018 var í fyrsta skipti boðið upp á nýtt nám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun og hefur það fengið frábærar viðtökur. Nú hefur verið opnað fyrir skráningar að nýju og er umsóknarfrestur til 20. janúar 2019. Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík bjóða sameiginlega upp á námið í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntasjóð verslunarinnar, VR og Samtök verslunar og þjónustu.

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er starfstengt fagháskólanám fyrir verslunarstjóra og einstaklinga með víðtæka reynslu af verslunarstörfum sem hafa áhuga á því að efla sig enn frekar í starfi. Styrkur námsins liggur bæði í virku samstarfi við atvinnulífið og samstarfi háskólanna tveggja um þróun þess og kennslu.

Um er að ræða tveggja ára dreifnám með vinnu og eru grunnáfangar þess sérsniðnir fyrir nám í verslunarstjórnun. Námið er metið til eininga til áframhaldandi náms í viðskiptafræði til BS gráðu, bæði við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Almenn inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám og er reynsla af verslunarstjórnun eða víðtæk starfsreynsla á sviði verslunar skilyrði.

Allar nánari upplýsingar um námið má nálgast hér.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta