Fréttir og tilkynningar

Breyttur símatími á háskólaskrifstofu
Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma síma á háskólaskrifstofu Háskólans á Bifröst. Nú verður aðeins opið fyrir innhringingar á þjónustuborð á milli 09 - 12 og 13 – 15. Alltaf er þó hægt að senda starfsfólki tölvupóst og verður þeim svarað eins fljótt og auðið er. Þessi breyting er gerð til þess að straumlínulaga þjónustu og er vonin að þetta leiði til hraðari afgreiðslu erinda.
Lesa meira
Nemar í fjölmiðlafærni heimsækja Bítið á Bylgjunni
Sex nemendur í áfanganum Fjölmiðlafærni, sem Sigríður Arnardóttir (Sirrý) kennir, fengu í morgun að fylgjast með og taka þátt í útsendingu á þættinum Bítinu á Bylgjunni. Það voru þær Petrea Finnsdóttir, Nanna Jónsdóttir, Gréta Björk Ómarsdóttir, Jóhanna Ýr Ólafsdóttir, Elín Inga Ólafsdóttir og Heiðrún Jónsdóttir.
Lesa meira
Jafnréttisdagar 2020
Jafnréttisdaga háskólanna verða haldnir dagana 3. – 7. febrúar næstkomandi og verða viðburðir þeim tengdir í öllum skólum. Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun. Áhersla er lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um normið – hið „eðlilega“ – og hið undirskipaða undir smásjána.
Lesa meira
Nýtt tölfræðihefti Háskólans á Bifröst komið út
Nú í vetur gaf kennslusvið út tölfræðihefti fyrir árin 2015-2019, Guðrún Björk Friðriksdóttir fór fyrir þeirri vinnu og sá um hönnun og uppsetningu. Í þessu hefti hafa verið teknar saman ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um starfsemi skólans undanfarin ár og er miðað við síðastliðin fimm ár í lang flestum tilfellum. Notuð er myndræn framsetning ásamt töflum sem auðveldar yfirsýn yfir þróun og breytingar í nemendahópnum. Einnig eru birtar tölur í heftinu um kennslumat, starfsfólk, rannsóknir og fjármál.
Lesa meira
Nýr lektor og mannauðsstjóri tekinn til starfa
Arney Einarsdóttir hefur hafið störf sem lektor við viðskiptadeild Háskólans Bifröst auk þess sem hún gegnir stöðu mannauðsstjóra skólans. Arney lauk doktorsprófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2018. Hún starfaði sem lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2004 til 2017 og sem forstöðumaður rannsóknarstofnunar í mannauðsstjórnun. Frá 2018 starfaði Arney sem lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Lesa meira
Aldrei fleiri nýnemar hafið nám á vorönn
Nú um áramótin hefja yfir 70 nýnemar nám við Háskólann á Bifröst og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá barst einnig metfjöldi umsókna nú fyrir vorönn, en þær voru yfir 170 talsins. Nemendur við skólann eru þá orðnir vel á sjöunda hundrað en þeim hefur fjölgað statt og stöðugt síðastliðin 2 ár.
Lesa meira
Njörður Sigurjónsson nýr prófessor á Bifröst
Njörður Sigurjónsson hefur hlotið framgang sem prófessor við Háskólann á Bifröst.
Njörður er doktor í menningarstjórnun (Cultural Policy and Management) frá City Unversity í Lundúnum. Þá hefur hann lokið M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum og BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík ráðin rektor Háskólans á Bifröst
Margrét Jónsdóttir Njarðvík hefur verið ráðin rektor Háskólans á Bifröst frá og með 1. júní 2020,...
Lesa meira
Jólakveðja Háskólans á Bifröst
Háskólinn á Bifröst sendir hugheilar óskir um gleðileg jól með von um farsæld á komandi ári. Háskólaskrifstofa fer í jólafrí fimmtudaginn 19. desember en opnar aftur mánudaginn 6. janúar. Við þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Lesa meira