14. september 2021
Spáð í norsku kosningarnar
Efnhags- og atvinnumál með framtíð norskrar olíuvinnslu í forgrunni voru á meðal helstu mála, sem tekist var um í alþingiskosningum sem fram fóru í Noregi nýlega. Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst, spáði í spilinn í viðtali á RÚV.
Kosningaspár um fall ríkisstjórnarinnar hafa gengið eftir, en í viðtalinu kemur m.a. fram að stjórnarmyndunarviðræður verði að öllum líkindum erfiðar. Ástæðan er helst sú að norskar stjórnarhefðir vinna gegn stjórnarsamstarfi tveggja stærstu flokkanna, Verkamannaflokksins og Hægri flokksins, enda þótt flokkarnir standi málefnalega nær hvorum öðrum, eins og sakir standa, en öðrum flokkum innan annars vegar hægri og hins vegar vinstri blokkanna.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta