Nýtt fjölþjóðlegt samstarfsverkefni hjá Háskólanum á Bifröst 30. september 2021

Nýtt fjölþjóðlegt samstarfsverkefni hjá Háskólanum á Bifröst

Háskólinn á Bifröst er aðili að nýju evrópsku háskólaverkefni um þróun rafrænna kennsluhátta. Að verkefninu standa fimm evrópskir háskólar, en það hlaut nú vor €230.000 styrk til tveggja ára.

Meginmarkmið samstarfsins er að þróa kennsluaðferðir og námsmat fyrir mjúka færni (e. soft skills) nemenda, hvort sem er í fjarnámi eða blönduðu námi.

Mikilvægi færniþátta á borð við gagnrýna hugsun, miðlun og samskipti, samvinnu og skapandi hugsun verður síst minna með árunum. Þjálfun slíkrar færni í rafrænu umhverfi skapar jafnframt nýjar áskoranir. 

Verkefnið er fjármagnað af Eramsus+ áætluninni. Samstarfsaðilar eru ABC-Academic Business Centrum (Slóvakíu), Bifröst University (Ísland), Masaryk University (Tékklandi), Technische Universität Dresden (Þýskalandi) og University of Applied Sciences Upper Austria (Austurríki). 

Upphafsfundur verkefnisins fór nýverið fram í Bratislava. Var af því tilefni vefsíða verkefnisins opnuð, en þar verður hægt að nálgast allar afurðir verkefnisins, eftir því sem samstarfinu vindur fram.

Fulltrúar Háskólans á Bifröst í verkefnastjórn eru Hjördís Dögg Grímarsdóttir og Kári Joensen.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta