Frábært námskeið í upplýsingatækni fyrir skólastarf
Myndbandsgerð, Teams, Google-lausnir, sjálfvirkur raddinnsláttur og Word og Excell á dýptina eru aðeins brot af þeirri áhugaverðu upplýsingatækni sem tekin verður fyrir á námskeiðinu.
Námskeiðið, sem er undirbúið í samstarfi við Kennarafélag Reykjavíkur, hefst um miðjan oktober og stendur í átta vikur. Er það einkum ætlað kennurum í grunnskólum og framhaldsskólum, en gagnast þó ekkert síður leikskólakennurum, háskólakennurum og nemendum.
Námskeiðið hefst á kynningarfundi sem fer fram í Reykjavík. Kennt verður í fjarnámi með einum til tveimur fyrirlestrum á viku, 15 til 30 mínútur að lengd ásamt sérstökum 40 mínútna tíma þar sem kostur gefst á aðstoð vegna verkefna á námskeiðinu. Þá verða opnir viðtalstímar með kennara á tveggja vikna fresti í Reykjavík.
Um miðbik námskeiðsins er svo tveggja daga vinnuhelgi á Bifröst, sem hefst á hressandi kvöldgöngu. Því lýkur síðan með útskrift þar sem nemendur og kennarar rýna sér til gagns.
Kvöldganga og samvera utan kennslu er skipulögð í samvinnu við Kennarafélag Reykjavíkur.
Tveimur vikum áður en námskeiðið hefst verður boðið upp á stutt undirbúningsnámskeið sem Kennarafélag Reykjavíkur styrkir. Það verður að hluta til kennt í staðarnámi og nær yfir þrjár kvöldstundir.
Skráning er á skráningarvef skólans.
Nánari upplýsingar veitir Anna Jóna Kristjánsdóttir á simenntun@bifrost.is og í síma 787 3757.
Jón Freyr Jóhannsson, lektor við Háskólann á Bifröst, heldur utan um námskeiðið.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta