Vekur verðskuldaða athygli
14. september 2021

Vekur verðskuldaða athygli

Diljá Helgadóttir, lögfræðingur og aðjunkt við Bifröst, hefur vakið verðskuldaða athygli sem yngsti starfandi aðjunkt í lögfræði hér á landi. Diljá starfar við alþjóðlegu lögmannstofuna Van Bael & Bellis í Lundúnum, en hún útskrifaðist frá lagadeild HR fyrir nokkrum árum með hæstu meðaleinkunn á meistaraprófi sem gefin hefur verið í sögu skólans.

Hún segist hafa haft takmarkaðan áhuga á námi þar til hún fór í lögfræði. Þá var eins og nýjar dyr hefðu verið opnaðar fyrir henni.

„Í minni vinnu snýst lög­fræði svo­lítið um að vera með hug­mynda­flug til þess að fara út fyr­ir þau mörk sem nú þegar eru til staðar. Tengsl­in við önn­ur fagsvið, eins og hag­fræði og stjórn­mála­fræði gera lög­fræðina ennþá meira spenn­andi því áhrif frá þess­um fagsviðum valda því að lög og regl­ur eru sí­fellt að breyt­ast,“ er m.a. haft eftir Diljá í áhugaverðu viðtali sem tekið var nýlega við hana á mbl.is.