Vekur verðskuldaða athygli
Diljá Helgadóttir, lögfræðingur og aðjunkt við Bifröst, hefur vakið verðskuldaða athygli sem yngsti starfandi aðjunkt í lögfræði hér á landi. Diljá starfar við alþjóðlegu lögmannstofuna Van Bael & Bellis í Lundúnum, en hún útskrifaðist frá lagadeild HR fyrir nokkrum árum með hæstu meðaleinkunn á meistaraprófi sem gefin hefur verið í sögu skólans.
Hún segist hafa haft takmarkaðan áhuga á námi þar til hún fór í lögfræði. Þá var eins og nýjar dyr hefðu verið opnaðar fyrir henni.
„Í minni vinnu snýst lögfræði svolítið um að vera með hugmyndaflug til þess að fara út fyrir þau mörk sem nú þegar eru til staðar. Tengslin við önnur fagsvið, eins og hagfræði og stjórnmálafræði gera lögfræðina ennþá meira spennandi því áhrif frá þessum fagsviðum valda því að lög og reglur eru sífellt að breytast,“ er m.a. haft eftir Diljá í áhugaverðu viðtali sem tekið var nýlega við hana á mbl.is.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta