Sara Pálsdóttir nýr framkvæmdastjóri samfélags hjá Landsbankanum

Sara Pálsdóttir nýr framkvæmdastjóri samfélags hjá Landsbankanum

27. september 2021

Sara Pálsdóttir nýr framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum

Sara Páls­dótt­ir hef­ur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Sam­fé­lags hjá Landsbanknum, sem er nýtt svið hjá bank­an­um yfir mannauðsmálum, markaðsmálum, fræðslu, sam­skiptum, sam­fé­lags­ábyrgð og hag­fræðideild.

Sara Páls­dótt­ir er með meist­ara­gráðu í alþjóðaviðskipt­um frá Há­skól­an­um á Bif­röst og B.Sc.-gráðu í viðskipta­fræði, með áherslu á markaðsmál og ferðaþjón­ustu, frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Hún starfaði áður hjá Eim­skip, síðast sem for­stöðumaður inn­flutn­ings­deild­ar. Þá hefur hún einnig starfað sem sérfræðingur í markaðsgreiningu hjá Reckitt Benckiser Healt­hcare í Bretlandi, auk þess sem hún vann hjá Landsbankanum m.a. með námi á árunum 2004-2008, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá bankanum.

Sara er ein fjölmargra meistara sem útskrifast hafa frá Háskólanum á Bifröst. Við óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.