Sara Pálsdóttir nýr framkvæmdastjóri samfélags hjá Landsbankanum
27. september 2021Sara Pálsdóttir nýr framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum
Sara Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbanknum, sem er nýtt svið hjá bankanum yfir mannauðsmálum, markaðsmálum, fræðslu, samskiptum, samfélagsábyrgð og hagfræðideild.
Sara Pálsdóttir er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði, með áherslu á markaðsmál og ferðaþjónustu, frá Háskólanum á Akureyri. Hún starfaði áður hjá Eimskip, síðast sem forstöðumaður innflutningsdeildar. Þá hefur hún einnig starfað sem sérfræðingur í markaðsgreiningu hjá Reckitt Benckiser Healthcare í Bretlandi, auk þess sem hún vann hjá Landsbankanum m.a. með námi á árunum 2004-2008, að því er segir í tilkynningu frá bankanum.
Sara er ein fjölmargra meistara sem útskrifast hafa frá Háskólanum á Bifröst. Við óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta