Fyrsta útskrift Háskólagáttar á ensku verður laugardaginn 25. september nk.

Fyrsta útskrift Háskólagáttar á ensku verður laugardaginn 25. september nk.

21. september 2021

Fyrsta útskrift Háskólagáttar á ensku

Laugardaginn 25. september fer fram fyrsta útskrift Háskólagáttar Háskólans á Bifröst á ensku. Athöfnin fer fram í forsetasal og verða alls 22 nemendur brautskráði. Nemendurnir sem nú útskrifast hófu nám í janúar og luku því í ágúst sl.

Háskólagátt á ensku er ætluð fólki af erlendum uppruna sem búsett er á Íslandi. Námið fer fram í fjarnámi, með tveimur staðbundnum vinnuhelgum á Bifröst á önn.

Námið er skipulagt með sambærilegu móti og við Háskólagátt á íslensku, að því undanskildu að íslenska er kennd sem annað mál. Nemendur velja því á milli ensku eða íslensku í stað dönsku.

Nemendur sem hafa lokið háskólagátt uppfylla skilyrði grunnnáms á háskólastigi og þegar hafa fjörir þeirra sem útskrifast nú hafið nám við Háskólann á Bifröst, tvö í viðskiptafræði, einn í Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði og einn í miðlun og almennatengslum.

Þá hafa enn aðrir tveir nemendur hafið nám á háskólastigi í íslensku, sem telja má meðmæli við íslenskukennsluna hjá háskólagátt á ensku.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta