Formenn stjórnarflokkanna; Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson

Formenn stjórnarflokkanna; Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson

24. september 2021

Stefnir í spennandi kosninganótt

Prófessorarnir Eiríkur Bergmann, Eva Heiða Önnudóttir og Ólafur Þ. Harðarson eru sammála um að kosningaúrslit hafi sjaldan verið jafn óráðin og nú, daginn fyrir kjördag. Fréttablaðið leitaði álits þeirra í áhugaverðu spjalli um þrjár líklegar niðurstöður miðað við kannanir - að ríkisstjórnin haldi með tveimur eða fleiri mönnum, að hún lafi á einu þingsæti eða að hún falli.

Í máli Eiríks kemur ma. fram að ólíklegt sé að hægt verði að mynda aðra þriggja flokka ríkisstjórn en núverandi og erfitt verði að mynda fjögurra flokka stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Þá virðist Reykjavíkurmódelið ekki hafa meirihluta. „Ég er ekki viss um að það sé endilega svo miklu erfiðara að stýra fjögurra flokka stjórn en þriggja,“ segir hann.

Aðspurð um flokka sem ólíklegir séu í stjórn eru nefndir Miðflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins. Eva bendir þó á að sú staða gæti breyst vanti upp á í stjórnarmyndun. Þeir tveir fyrrnefndu hafi lagt áherslu á að vera stjórntækir en Flokkur fólksins hafi fremur lagt áherslu á að koma sínum málum í gegn.

Að mati Ólafs er eina þriggja flokka samstarfið Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar, ef ríkisstjórnin fellur. Síðastnefndi flokkurinn hafi þó útilokað þennan möguleika. „Ef menn standa frammi fyrir því að mynda fjögurra flokka stjórn er í raun ekki mikill munur á að mynda fimm flokka stjórn,“ segir hann.

Sjá grein Fréttablaðsins í heild

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta