Nýtt - Spænska fyrir byrjendur 20. september 2021

Nýtt - Spænska fyrir byrjendur

Spænska fyrir byrjendur er nýjung í símenntun hjá Háskólanum á Bifröst. Kennari er Dr. Pilar Concheiro, en hún er á meðal fremstu kennara sem völ er á í spænsku sem annað tungumál. 

Nemendur leysa ýmis heimaverkefni á milli kennslustunda og fá endurgjöf frá kennara á verkefnin. Nemendur æfa sig í samskiptum daglegs lífs, svo sem að kynna sig, versla, tala um mat og fleira. Við lok námskeiðs munu nemendur geta tjáð sig í hversdagslegum aðstæðum á spænsku.

Námskeiðið fer fram 19. október til 25. nóvember og verður kennt á Teams tvisvar í viku eða kl. 17:00-18:00 á þriðjudögum og fimmtudögum.

Opið er fyrir skráningu til 7. október. Hámarksfjöldi nemenda er 20. Engar aðgangskröfur eru í námskeiðið. 

Skráning fer fram á skráningarvef skólans

Nánar um spænsku fyrir byrjendur

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta