Spænska fyrir byrjendur

Spænska fyrir byrjendur

Spænska fyrir byrjendur – fjarnám
Kennt verður í fjarnámi. Kennsla verður á Teams tvisvar sinnum í viku í sex vikur, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:00-18:00. Nemendur leysa ýmis heimaverkefni á milli kennslustunda og kennari veitir nemendum endurgjöf á verkefni sín.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 19. október og því lýkur fimmtudaginn 25. nóvember.
Opið er fyrir skráningu til 7. október. 10 nemendur þarf til að námskeiðið sé kennt. Hámarksfjöldi nemenda er 20.

Engar aðgangskröfur eru í námskeiðið.
Verð: kr. 49.000

Skráning
Skráning fer fram á skráningarvef skólans 

Kennari námskeiðsins er Pilar Concheiro. Hún er með doktorspróf í kennslu spænsku sem annars tungumáls. Hún hefur kennt spænsku sem annað tungumál í yfir 20 ár í mismunandi löndum og háskólum, meðal annars á Spáni, Ítalíu, í Bandaríkjunum og á Íslandi

Námsefni og kennsla:
Kennari útvegar allt námsefni. Myndefni og hjóðefni verður notað markvisst í kennslustundum til að vinna með tungumálið og gefa innsýn í menningu spænskumælandi landa. Við lok námskeiðs munu nemendur geta tjáð sig í hversdagslegum aðstæðum á spænsku. Í kennslustundum er unnið með hlustun, tal, ritun og lestur og gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda.

Unnið er með grunnatriði í málfræði. Dæmi um orðaforða sem unnið er með eru tölur, kveðjur, störf, áhugamál, fjölskyldur og samskipti og matur. Nemendur æfa sig í samskiptum daglegs lífs, svo sem að kynna sig, versla, tala um mat og fleira.

Ítarlegar upplýsingar um kennara og lýsingu á námskeiði má skoða hér.