Fréttir og tilkynningar
19. febrúar 2015
Háskóladagurinn 28. febrúar – Komdu og kynntu þér málið!
Háskólinn á Bifröst tekur þátt í Háskóladeginum 28. febrúar ásamt öllum hinum háskólum á Íslandi. Að þessu sinni verður Háskólinn á Bifröst með aðstöðu inni í HR. Allir sem vilja kynna sér hvað Háskólinn á Bifröst hefur upp á að bjóða eru hvattir til að koma og kynna sér skólann. Á staðnum verða bæði nemendur og kennarar ásamt starfsfólki að svara spurningum og dreifa kynningarefni. Láttu sjá þig.
Lesa meira
16. febrúar 2015
Rannsókn um viðhorf íbúa Reykjanesbæjar til hælisleitenda
Viðhorf íbúa Reykjanesbæjar til hælisleitenda er mun neikvæðara en viðhorf íbúa á höfuðborgarsvæðinu og þeir telja að til þeirra renni meiri fjármunir en raun ber vitni.
Þetta kemur fram í viðtali við Jóhönnu Maríu Jónsdóttur í visir.is um rannsókn hennar á kostnaði og viðhorfi vegna hælisleitenda í Reykjanesbæ. Rannsóknin er lokaverkefni Jóhönnu Maríu til B.S.-gráðu frá viðskiptadeild við Háskólann á Bifröst.
7. febrúar 2015
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst
Vilhjálmur Egilsson rektor útskrifaði rúmlega 70 nemendur úr öllum deildum skólans í dag, laugardaginn 7. febrúar, við hátíðlega athöfn.
Lesa meira
6. febrúar 2015
Máttur kvenna til Tansaníu - grein úr Fréttablaðinu
Samfélagsleg ábyrgð íslenskra fyrirtækja og stofnana á ekki aðeins að ná til þeirra sem hér búa hverju sinni heldur ber okkur sem einni ríkustu þjóð veraldar einnig að stuðla að framþróun annars staðar – sér í lagi þar sem neyðin er sárust.
Lesa meira
5. febrúar 2015
Ágúst Einarsson tilnefndur til viðurkenningar Hagþenkis
Ágúst Einarsson prófessor við Háskólann á Bifröst hefur verið tilnefndur til viðurkenningar Hagþenkis fyrir bók sína Hagræn áhrif ritlistar.
Lesa meira
2. febrúar 2015
Umhverfisnefnd Evrópusambandsins fundaði á Bifröst
Í tengslum við námskeiðið samanburðarstjórnmál hjá Dr. Magnúsi Árna Skjöld Magnússyni dósent við Háskólann á Bifröst var fundur í umhverfisnefnd Evrópusambandsins (Committee on the Environment, Public Health and Food Safety )haldinn á Bifröst.
Lesa meira
29. janúar 2015
Máttur kvenna með nýju sniði
Löng hefð er fyrir metnaðarfullu framboði símenntunar hjá Háskólanum á Bifröst. Magnús Smári Snorrason er forstöðumaður símenntunar hjá háskólanum. „Eins og með annað nám hér á Bifröst er rík áhersla lögð á tengsl við atvinnulífið og úrval skemmri og styttri námsleiða sem efla eiga fólk í starfi og veita aukna sérhæfingu“.
Lesa meira
29. janúar 2015
Háskólinn á Bifröst tekur þátt í LawWithoutWalls 2015 - Harvard og Stanford meðal þátttakenda
Setningarhátíð LawWithoutWalls (LWOW) verkefnisins eða hið svonefnda ‘Kick Off’ fór fram nú í janúar í Dublin á Írlandi. Laganemar frá Bifröst ásamt Helgu Kristínu Auðunsdóttur sviðsstjóra lögfræðisviðs voru viðstaddir setningarhátíðina og voru þar í hópi rúmlega tvö hundruð laganemum, fræðimönnum, lögfræðingum og fjárfestum víðsvegar að úr heiminum. Setningarhátíðin í Dublin markar upphaf þátttakenda að LWOW verkefni sem unnið verður að næstu þrjá mánuði.
Lesa meira
27. janúar 2015
Framtíð háskóla í Borgarbyggð
Ráðstefna föstudaginn 30. janúar frá kl.9.30 – 14.30 í Hjálmakletti í Borgarnesi.
Lesa meira