21. apríl 2015

Kynning á meistaranámi Háskólans á Bifröst

Föstudaginn 24. apríl verður kynning á meistaranámi Háskólans á Bifröst að Hverfisgötu 4 -6, 5. hæð í Reykjavík kl. 16.

Kynntar verða námsbrautirnar menningarstjórnun MA, alþjóðleg stjórnmálahagfræði MA, forysta og stjórnun MS/MLM, alþjóðaviðskipti MS/MIB og lögfræði ML.

 

Fimm námsbrautir verða kynntar:

Kl: 16.00 Menningarstjórnun MA
Kl: 16.15 Alþjóðleg stjórnmálahagfræði MA
Kl: 16.30 Forysta og stjórnun MS / MLM
Kl. 16.45 Alþjóðaviðskipti MS / MIB
Kl: 17.00 Lögfræði ML
 

Umsóknarfrestur í meistaranám er til 15. maí.

Eftir kynninguna gefst áhugasömum að ræða nánar við kennara og nemendur um námið og fyrirkomulag þess.

Hlökkum til að sjá þig, nánar um meistaranám Háskólans á Bifröst hérna.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta