4. maí 2015

Opinn dagur 1. maí

Veðrið lék við gesti á Opnum degi Háskólans á Bifröst þann 1.maí þar sem þeir kynntu sér námsframboð skólans og aðbúnað háskólaþorpsins. Nemendur og kennarar kynntu námsframboð og einnig héldu sviðsstjórar sérstakar námskynningar. Húsnæðissviðið kynnti nemendagarða skólans og aðra aðstöðu fyrir íbúa svæðisins. Leikskólinn Hraunborg var með opið hjá sér og fulltrúi Grunnskóla Borgarfjarðar var til viðtals. Þá var boðið uppá vöfflukaffi og Leikhópurinn Lotta sá m.a. um að skemmta fólki. Frábærlega vel heppnaður dagur og þakkar skólinn öllum sem kíktu við.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta