16. apríl 2015
Konur í klassískri tónlist - fundur um kynjamisrétti innan klassíska tónlistargeirans
Umræðufundur á vegum Menningarstjórnunar við Háskólann á Bifröst mánudaginn 20. apríl, Hverfisgötu 4-6, 5. hæð, klukkan 13.00 - 13.55.
Mánudaginn 20. apríl munu Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Signý Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar og Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og hljómsveitarstjóri ræða stöðu kvenna innan klassíska tónlistargeirans.
Fjallað verður um málefnið frá ólíkum hliðum og gefinn tími fyrir umræður.
Fundarstjóri er Sigrún Lilja Einarsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst, en fundurinn er hluti af röðinni Nesti og nýjar hugmyndir en það er röð hádegisfunda á mánudögum að Hverfisgötu 4-6 á vegum náms í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta