Fréttir og tilkynningar
25. september 2015
Gæðaúttekt á Háskólanum á Bifröst lokið - gæði náms og kennslu staðfest
Gæðaúttekt á Háskólanum á Bifröst sem framkvæmd var af Gæðaráði íslenskra háskóla er nú lokið. Úttektin er liður í skipulegu eftirliti Gæðaráðs íslenskra háskóla með gæðum þeirra.. Háskólinn á Bifröst er sjöundi, og jafnframt síðasti, háskólinn hér á landi sem gengst undir slíka gæðaúttekt í fyrstu umferð stofnanaúttekta á öllum háskólum landsins.
Lesa meira
23. september 2015
Frumkvöðlar á Bifröst
Nýsköpun og frumkvöðlafræði er námskeið við Háskólann á Bifröst og taka 28 nemendur þátt í því. Eftir góða hugarflugsfundi í upphafi námskeiðsins vinna nemendurnir nú með 8 hugmyndir og eru að skrifa um þær hnitmiðaðar viðskiptaáætlanir.
Lesa meira
22. september 2015
Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.
Lesa meira
21. september 2015
Innleiða siðferðileg gildi og sjálfbærni inn í kennslu
Anna Elísabet Ólafsdóttir aðstoðarrektor og Halla Tinna Arnardóttir verkefnisstjóri kennslu við Háskólann á Bifröst, sóttu í liðinni viku námskeið hjá CBS (Copenhagen Business School) í Kaupmannahöfn. Námskeiðið er ætlað háskólum sem eru þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi Sameinuðu þjóðanna, PRiME (Principles of Responsible Management Education).
Lesa meira
21. september 2015
Nýtt húsnæði tekið í notkun í Reykjavík
Nýtt húsnæði Háskólans á Bifröst í Reykjavík hefur verið tekið í notkun að Suðurgötu 10 þar sem áður var Evrópustofa. Húsnæðið er ætlað að þjóna sama hlutverki og fyrra húsnæði að Hverfisgötu 4-6, eða sem skrifstofuaðstaða fyrir starfsmenn í Reykjavík, fundi og fyrirlestra. Meðfylgjandi mynd sýnir mynd af staðsetningu og húsnæðinu.
Lesa meira
15. september 2015
Markaðsfræði menningar í nýjum húsakynnum á Suðurgötu
Föstudaginn 11. september stóð Rannsóknasetur í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst fyrir opnum fyrirlestri um menningarmarkaðsfræði og möguleika til þess að auka aðsókn að myndlistarsöfnum.
Lesa meira
11. september 2015
Níu af hverjum tíu fóru í háskólanám
Vefmiðillinn Stundin birti nú í vikunni viðtal við hjón sem hafa uppi alvarlegar ásakanir á hendur starfsmönnum Háskólans á Bifröst. Vegna þessa vill rektor háskólans koma eftirfarandi á framfæri.
Lesa meira
10. september 2015
Þingflokkur Framsóknarflokksins á Bifröst
Þingflokkur Framsóknarflokksins hélt hefðbundinn undirbúningsfund vegna haustþings á Bifröst dagana 1. og 2. september.
Lesa meira
9. september 2015
Starfsnám á Möltu – Nýr valmöguleiki í alþjóðavídd Háskólans á Bifröst
Þann 15.júní sl. heimsótti Karl Eiríksson alþjóðafulltrúi fyrirtækið Paragon Europe sem staðsett er á Möltu til að kanna starfsnámsmöguleika sem fyrirtækið býður upp á á eyjunni.
Lesa meira