Fréttir og tilkynningar
10. desember 2015
Einar Svansson gefur út ljóðabók
Einar Svansson lektor við Háskólann á Bifröst hefur gefið út ljóðabók sem heitir Elddropar og er jafnframt hans önnur ljóðabók. Í tilefni af útgáfu bókarinnar og enskrar útgáfu Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum verður haldið útgáfuhóf að Suðurgötu 10 í Reykjavík.
Lesa meira
8. desember 2015
Startup Tourism - Vinnusmiðja í Borgarnesi
Startup Tourism er nýr viðskiptahraðall sem er ætlað að stuðla að faglegri undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og dreifingu ferðamanna í kringum landið, allt árið um kring.
Lesa meira
8. desember 2015
Útskrift Máttur Kvenna
Þann 27. nóvember sl. útskrifuðust 8 konur úr Mætti kvenna. Konurnar luku þar með ellefu vikna rekstrarnámi sem sérstaklega er ætlað konum sem vilja bæta við þekkingu sína í rekstri fyrirtækja ásamt því að efla og styrkja tengslanet sín. Þetta er í 24. sinn sem Háskólinn á Bifröst útskrifar konur úr náminu Máttur kvenna en fyrsti hópur kvenna útskrifaðist vorið 2004.
Lesa meira
7. desember 2015
Aukin framlög til Háskólans á Bifröst
Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögu um 50 milljóna króna framlagi til Háskólans á Bifröst í tillögugerð sinni fyrir 2. umræðu fjárlagafrumvarps. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir 325 milljóna króna framlagi sem mun hækka í 375 milljónir króna samkvæmt tillögu meirihluta nefndarinnar.
Lesa meira
3. desember 2015
Meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna
Málþing á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík í samstarfi við háskólann á Bifröst.
Lesa meira
2. desember 2015
Ný bók um menningarhagfræði á ensku eftir Ágúst Einarsson
Háskólinn á Bifröst hefur gefið út bókina Cultural Economics eftir dr. Ágúst Einarsson prófessor. Í bókinni er fjallað um virði, skapandi atvinnugreinar, eftirspurn og framboð innan menningar, hlutverk stjórnvalda og markmið og mótun menningarstefnu. Fjallað er jafnframt um menningarlega arfleifð og tengsl menningar við þróunarmál sem og alþjóðlega verslun, markaðsmál, fjármál og stjórnun í menningariðnaði.
Lesa meira
23. nóvember 2015
Alþjóðafulltrúi heimsótti samstarfsskóla í Singapore
Karl Eiríksson alþjóðafulltrúi Háskólans á Bifröst fór til Singapore í lok október og heimsótti þar tvo samstarfskóla, SP Jain School of Global Management og Singapore Management University. Tilgangur ferðarinnar var að kynna Sumarskólann 2016 og vakti heimsóknin mikla athygli eins og myndirnar sýna.
Lesa meira
23. nóvember 2015
Stofnfundur Nomos Alumni
Föstudaginn 13. nóvember s.l. var haldinn stofnfundur Nomos Alumni, félags útskrifaðra af lögfræðisviðið Háskólans á Bifröst.
Lesa meira
20. nóvember 2015
Jólaverslun 2015 og jólagjöfin í ár
Rannsóknaseturs verslunarinnar áætlar að jólaverslun aukist um 7% frá síðasta ári. Ef leiðrétt er fyrir verðhækkunum á tímabilinu nemur aukningin 6,5% að magni til. Samkvæmt spánni má ætla að hver landsmaður verji að meðaltali um 45.300 krónum til kaupa á vörum fyrir jólin í nóvember og desember umfram verslun aðra mánuði ársins.
Lesa meira