Háskólinn á Bifröst hefur opnað fyrir umsóknir 22. febrúar 2016

Háskólinn á Bifröst hefur opnað fyrir umsóknir

Háskólinn á Bifröst hefur opnað fyrir umsóknir og fer skráning fram á heimasíðu háskólans hér 

Háskólinn á Bifröst býður nemendum upp á fjölmargar námsbrautir í grunn- og meistaranámi á sviði viðskipta, lögfræði, heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, bæði í fjarámi og staðnámi. Við skólann er einnig boðið uppá aðfararnám sem og fjölbreytt námsúrval á sviði símenntunar. 

Háskólinn á Bifröst tekur þátt í Háskóladeginum þann 5. mars næstkomandi og eru allir þeir sem vilja kynna sér nám við Háskólann á Bifröst hvattir til að líta við. Sjá nánar hér  

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta