Hlýtur styrk til rannsóknarstarfa við Oxford háskóla
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, sviðsstjóri félagsvísindasviðs, hlýtur styrk til rannsóknarstarfa við Oxford háskóla.
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, sviðsstjóri Félagsvísindasviðs við Háskólann á Bifröst, hlaut á dögunum styrk (individual fellowship) úr Marie Sklodowska-Curie áætlun Evrópusambandsins til eins árs rannsóknarstarfa við Háskólann í Oxford á skólaárinu 2016 - 2017. Styrkir þessir eru veittir evrópskum rannsakendum (og samstarfsstofnunum þeirra) vegna tímabundinna rannsóknarstarfa við erlendar vísindastofnanir, auk kennslu og þjálfunar á sviði rannsókna.
Sigrún mun starfa við tónlistardeild Háskólans í Oxford en rannsóknarverkefni hennar snýr að tónlistarhefð og tónlistarstarfi innan veggja háskólans með sérstakri áherslu á sögu, hefðir og menningarpólitísk álitamál.
Hörð samkeppni hefur verið um þessa styrki og felst því mikil viðurkenning í þessari styrkveitingu. Háskólinn á Bifröst óskar Sigrúnu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta