Háskólinn á Bifröst óskar eftir hagfræðingi 8. febrúar 2016

Háskólinn á Bifröst óskar eftir hagfræðingi

Um er að ræða fullt starf sem felur í sér skyldur á sviði kennslu og rannsókna, einkum á sviði alþjóðahagfræði, þróunarhagfræði og stjórnmálahagfræði með sérstakri áherslu á fjármálastofnanir og vinnumarkaðsmál.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Doktorspróf í hagfræði

  • Kennslureynsla á háskólastigi – einkum er horft til framsækni í kennsluháttum

  • Umsækjandi þarf að hafa reynslu og getu til þess að kenna á ensku

  • Rannsóknavirkni í hagfræði á þeim sviðum sem talin eru upp hér að ofan

  • Umsækjandi þarf að hafa birt rannsóknir sínar á viðurkenndum vettvangi og þarf að hafa átt aðild að rannsóknarverkefnum á sviði hagfræði

  • Góð mannleg samskipti og samstarfsvilji

 
Við mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið verður farið eftir ákvæðum reglugerðar
Háskólans á Bifröst um ráðningar akademískra starfsmanna.
 
Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2016.
 
Umsóknir skulu berast á rafrænu formi á netfangið rektor@bifrost.is. Með umsókn skal fylgja
ferilskrá, vottorð um prófgráður, skrá yfir ritrýndar birtingar ásamt umsóknarbréfi.
 
Upplýsingar veita Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, sviðsstjóri félagsvísindasviðs,
sigrunlilja@bifrost.is og Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs, siggi@bifrost.is
 
Gildi Háskólans á Bifröst eru: Samvinna - Frumkvæði - Ábyrgð