Fréttir og tilkynningar

Ljósmyndafélagið á Bifröst og Nýherji í samstarf 16. nóvember 2015

Ljósmyndafélagið á Bifröst og Nýherji í samstarf

Í byrjun skólaársins fékk Ljósmyndafélagið Bifröst úthlutað herbergi frá Háskólanum á Bifröst til að starfrækja ljósmyndastúdío og margmiðlunarherbergi fyrir nemendur háskólans. Í vikunni handsalaði svo Rolando Diaz stjórnarmaður í Ljósmyndafélaginu Bifröst samstarfssamning við Halldór Jón Garðarsson vörustjóra Canon á Íslandi.

Lesa meira
Nýtt tímarit laganema á Bifröst 10. nóvember 2015

Nýtt tímarit laganema á Bifröst

Lögbrú er tímarit laganema á Bifröst, en gefið var út nýtt tölublað s.l. föstudag. Sú nýbreytni varð á að tímaritið er nú gefið út á rafrænu formi, en hægt er að nálgast það án endurgjalds á nýjum vef Nomos, félagi laganema á Bifröst.

Lesa meira
Misserisverkefni frá Bifröst til umfjöllunar í Kjarnanum 9. nóvember 2015

Misserisverkefni frá Bifröst til umfjöllunar í Kjarnanum

Föstudaginn 6. nóvember birtist Í Kjarnanum umfjöllun um misserisverkefni frá Háskólanum á Bifröst þar sem umfjöllunarefnið var menningarlegur rasisimi. Misserisverkefnið leitaði svara við rannsóknarspurningunni: Hvað er menningarlegur rasismi og hvernig má greina hann í orðræðu á sviði íslenskra stjórnmála, í tengslum við múslima og íslam?

Lesa meira
Rekur hönnunar- og auglýsingafyrirtæki samhliða lögfræðináminu 9. nóvember 2015

Rekur hönnunar- og auglýsingafyrirtæki samhliða lögfræðináminu

Sigtryggur Arnþórsson er útskrifaður með BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Bifröst og er núna á lokametrunum í ML í lögfræði við skólann. Hann er þó líka meðeigandi að nýsköpunarfyrirtækinu //JÖKULÁ ehf sem sinnir ýmis konar hönnunarvinnu og uppsetningu á vefsvæðum. Við vildum forvitnast af hverju hann fór út í að stofna þetta fyrirtæki ásamt félaga sínum sem er nokkuð langt frá því sem hann er hefur verið að nema undanfarið.

Lesa meira
Skýrsla um umfang íbúðagistingar í ferðaþjónustu 6. nóvember 2015

Skýrsla um umfang íbúðagistingar í ferðaþjónustu

Háskólinn á Bifröst hefur gert skýrslu um umfang íbúðagistingu í ferðaþjónustu samkvæmt samningi við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra veitti henni viðtöku í dag úr höndum Vilhjálms Egilssonar rektors Háskólans á Bifröst ásamt skýrsluhöfundum.

Lesa meira
Ný heimasíða Hollvinasamtakanna tekin í notkun 6. nóvember 2015

Ný heimasíða Hollvinasamtakanna tekin í notkun

Á dögunum var ný og glæsileg heimasíða Hollvinasamtaka Bifrastar tekin í notkun og leysir af hólmi eldri síðu sem var komin vel til ára sinna.

Lesa meira
Tækifæri við byggingu nýs sjúkrahúss 4. nóvember 2015

Tækifæri við byggingu nýs sjúkrahúss

Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð og rekstrarformi á hluta starfsemi spítalans verði breytt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem kynnt var í morgun.

Lesa meira
Kynnti rannsóknir sínar á ráðstefnu í Istanbul 29. október 2015

Kynnti rannsóknir sínar á ráðstefnu í Istanbul

Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent, tók í síðustu viku þátt í ráðstefnunni Strategic Public Management Symposium sem er haldin árlega við Marmara University í Istanbul í Tyrklandi. Magnús ræddi þar um viðbrög íslenskra sveitarfélaga við kreppunni og kynnti þar grein sem hann hefur unnið um málið.

Lesa meira
Prófessor frá Kanada gestakennari á Bifröst 29. október 2015

Prófessor frá Kanada gestakennari á Bifröst

Dr. Carolyn Crippen, dósent í forystufræðum við University of Victoria í Kanada, var gestakennari við háskólann á Bifröst í haust. Að auki var hún aðalfyrirlesari á ráðstefnunni um Þjónandi forystu á Bifröst í september, sem haldin var af Þekkingarsetri um þjónandi forystu á Íslandi og háskólanum á Bifröst.

Lesa meira