Fréttir og tilkynningar

Ljósmyndafélagið á Bifröst og Nýherji í samstarf
Í byrjun skólaársins fékk Ljósmyndafélagið Bifröst úthlutað herbergi frá Háskólanum á Bifröst til að starfrækja ljósmyndastúdío og margmiðlunarherbergi fyrir nemendur háskólans. Í vikunni handsalaði svo Rolando Diaz stjórnarmaður í Ljósmyndafélaginu Bifröst samstarfssamning við Halldór Jón Garðarsson vörustjóra Canon á Íslandi.
Lesa meira
Nýtt tímarit laganema á Bifröst
Lögbrú er tímarit laganema á Bifröst, en gefið var út nýtt tölublað s.l. föstudag. Sú nýbreytni varð á að tímaritið er nú gefið út á rafrænu formi, en hægt er að nálgast það án endurgjalds á nýjum vef Nomos, félagi laganema á Bifröst.
Lesa meira
Misserisverkefni frá Bifröst til umfjöllunar í Kjarnanum
Föstudaginn 6. nóvember birtist Í Kjarnanum umfjöllun um misserisverkefni frá Háskólanum á Bifröst þar sem umfjöllunarefnið var menningarlegur rasisimi. Misserisverkefnið leitaði svara við rannsóknarspurningunni: Hvað er menningarlegur rasismi og hvernig má greina hann í orðræðu á sviði íslenskra stjórnmála, í tengslum við múslima og íslam?
Lesa meira
Rekur hönnunar- og auglýsingafyrirtæki samhliða lögfræðináminu
Sigtryggur Arnþórsson er útskrifaður með BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Bifröst og er núna á lokametrunum í ML í lögfræði við skólann. Hann er þó líka meðeigandi að nýsköpunarfyrirtækinu //JÖKULÁ ehf sem sinnir ýmis konar hönnunarvinnu og uppsetningu á vefsvæðum. Við vildum forvitnast af hverju hann fór út í að stofna þetta fyrirtæki ásamt félaga sínum sem er nokkuð langt frá því sem hann er hefur verið að nema undanfarið.
Lesa meira
Skýrsla um umfang íbúðagistingar í ferðaþjónustu
Háskólinn á Bifröst hefur gert skýrslu um umfang íbúðagistingu í ferðaþjónustu samkvæmt samningi við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra veitti henni viðtöku í dag úr höndum Vilhjálms Egilssonar rektors Háskólans á Bifröst ásamt skýrsluhöfundum.
Lesa meira
Ný heimasíða Hollvinasamtakanna tekin í notkun
Á dögunum var ný og glæsileg heimasíða Hollvinasamtaka Bifrastar tekin í notkun og leysir af hólmi eldri síðu sem var komin vel til ára sinna.
Lesa meira
Tækifæri við byggingu nýs sjúkrahúss
Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð og rekstrarformi á hluta starfsemi spítalans verði breytt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem kynnt var í morgun.
Lesa meira
Kynnti rannsóknir sínar á ráðstefnu í Istanbul
Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent, tók í síðustu viku þátt í ráðstefnunni Strategic Public Management Symposium sem er haldin árlega við Marmara University í Istanbul í Tyrklandi. Magnús ræddi þar um viðbrög íslenskra sveitarfélaga við kreppunni og kynnti þar grein sem hann hefur unnið um málið.
Lesa meira
Prófessor frá Kanada gestakennari á Bifröst
Dr. Carolyn Crippen, dósent í forystufræðum við University of Victoria í Kanada, var gestakennari við háskólann á Bifröst í haust. Að auki var hún aðalfyrirlesari á ráðstefnunni um Þjónandi forystu á Bifröst í september, sem haldin var af Þekkingarsetri um þjónandi forystu á Íslandi og háskólanum á Bifröst.
Lesa meira